Andlát – Gísli Rúnar Jónsson (1953-2020)

Gísli Rúnar Jónsson

Gísli Rúnar Jónsson er látinn, sextíu og sjö ára að aldri.

Gísla Rúnars verður fyrst og fremst minnst sem skemmtikrafts, leikara, leikstjóra, þýðanda og höfundar skemmtiefnis af ýmsu tagi en hann kom einnig við sögu á fjölmörgum hljómplötum á ferli sínum, bæði sem sólólistamaður og í samstarfi við aðra listamenn eins og Úllen dúllen doff hópinn, Halla & Ladda, Júlíus Brjánsson og Stefán Karl Stefánsson. Segja má að hann hafi átt stóran þátt í að innleiða nýja tegund húmors hér á landi snemma á áttunda áratug síðustu aldar og þróa hann áfram ásamt nýrri kynslóð skemmtikrafta, sem saman breyttu landslagi skemmtikrafta í átt þess sem þekkist í dag.

Hér má lesa nánar um Gísla Rúnar og feril hans.