Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Gunnar Þórðarson – Efni á plötum

Þuríður & Pálmi – syngja lög eftir Gunnar Þórðarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 054 Ár: 1972 1. Óskastjarnan 2. Bláu augun þín 3. Opnaðu 4. Lít ég börn að leik 5. Ég vil að þú komir 6. Ástarsæla 7. Minningar 8. Er hún birtist 9. Ég elska alla 10. Frelsi andans 11. Í dag 12. Lífsgleði Flytjendur: Þuríður…

Gunnar S. Hervarsson – Efni á plötum

Abbababb – Gargandi snilld Útgefandi: Abbababb Útgáfunúmer: AB-CD 001 Ár: 1999 1. G-lagið 2. Ung og áköf 3. Akraborgin 4. Diskókóngurinn 5. Jeg elsker fludeskum 6. Ingi 7. Hey you 8. Á kvöldin er ég kona 9. Undrabarnið Guðjón 10. Tilgangur lífsins 11. Undrabarnið Guðjón gefst ekki upp 12. Á tónleikum 13. Heimurinn versnandi fer…

Gunnar S. Hervarsson (1974-)

Gunnar Sturla Hervarsson kennari á Akranesi (f. 1974) hefur verið virkur í menningarlífinu á Skaganum, bæði í leiklistinni og tónlistinni í bænum um árabil. Gunnar var á menntaskólaárum þegar fyrst kvað að honum en hann var þá í Fjölbrautaskóla Akraness og var afar virkur í félagslífi skólans, tók þátt í leiklistinni innan hans og tónlistinni…

Gunnar Thoroddsen (1910-83)

Stjórnmálaskörungurinn Gunnar Thoroddsen kom víða við í heimi stjórnmálanna á sínum tíma en hann var jafnframt áhugamaður um tónlist og aðra menningu, og samdi tónlist sjálfur sem komið hefur út á plötum. Gunnar Sigurðsson Thoroddsen fæddist í Reykjavík 1910, hann lauk lögfræðinámi, starfaði sem lögfræðingur og síðar hæstaréttardómari og gegndi um tíma prófessastöðu við Háskóla…

Gunnar Thoroddsen – Efni á plötum

Tónlist Gunnars Thoroddsen – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 041 Ár: 1983 1. Gunnar Kvaran og Monika Abendroth – Melankoli 2. Kristinn Sigmundsson – Veistu að þín ástkæru augu 3. Kristinn Sigmundsson – Í sannleik 4. Karlakórinn Stefnir – Nei, smáfríð er hún ekki 5. Karlakórinn Stefnir – Litfríð og ljóshærð 6. Karlakórinn Stefnir –…

Gunni og Dóri – Efni á plötum

Gunni og Dóri – Lucky man / I‘m just a boy [ep] Útgefandi: Mók records Útgáfunúmer: MÓK 001 Ár: 1975 1. Lucky man 2. I´m just a boy Flytjendur: Gunnar Friðþjófsson – söngur og gítar Halldór Guðjónsson – söngur og gítar

Gunni og Dóri (1973-75)

Tveir félagar úr Hafnarfirði, Gunnar Friðþjófsson og Halldór Guðjónsson starfræktu um tveggja ára skeið að minnsta dúettinn Gunni og Dóri, það samstarf hófst líklega árið 1973 innan KFUM starfsins í Hafnarfirði en þeir munu hafa verið saman einnig í Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar. Gunni og Dóri komu margsinnis fram og skemmtu opinberlega með eins konar þjóðlagapoppi og…

Gunnbjörg Óladóttir – Efni á plötum

Fjölskyldan fimm – Heyr þú minn söng Útgefandi: Samhjálp Útgáfunúmer: SAM 004 Ár: 1984 1. Heyr þú minn söng 2. Ég á himneskan frið 3. Nú er veturinn liðinn 4. Lát þú hönd þína í hans 5. Minn frið gef ég yður 6. Faðir vor 7. Ég er svo kátur 8. Guð er kærleikur 9.…

Gunnbjörg Óladóttir (1964-)

Gunnbjörg Óladóttir var á sínum yngri árum áberandi í starfi Samhjálpar þar sem hún kom oft fram á samkomum með söng og gítarleik, hún söng inn á plötur tengt starfinu og þar á meðal má finna fyrstu ábreiðu-útgáfuna af laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen en í dag telst fólk víst ekki fullgilt tónlistarfólk fyrr en…

Gvendur káti (1990-95)

Fáar heimildir finnast um hljómsveitina Gvend káta en hún starfaði á Suðurnesjunum, annars vegar árið 1990, hins vegar 1995. Sveitin mun hafa annast undirleik í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1990 og svo spyrst ekkert til hennar fyrr en 1995 er hún skemmti í Grindavík. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan…

Gúndi – Efni á plötum

Gúndi – Það sem mér er kærast: What I hold dear Útgefandi: Gúndi Útgáfunúmer: GG 001 Ár: 1998 1. María 2. Krummi 3. Horfinn dagur 4. Svik 5. Huldukarl 6. Af hverju 7. What I hold dear 8. Á knæpunni 9. Uppvöxtur 10. Hangover 11. F-ið 12. Jólafsvík 13. It’s over 14. Higher power Flytjendur:…

Gúndi (1954-)

Guðmundur Heimir Gunnarsson tónlistarmaður birtist undir lok síðustu aldar með sólóplötu undir listamannsnafninu Gúndi, henni var lítið fylgt eftir og hann hefur ekki látið á sér kræla eftir það enda búsettur erlendis. Litlar upplýsingar er að finna um Gúnda (f. 1954), hann virðist eiga rætur að rekja til Ólafsvíkur en hann hefur búið vestur í…

Gylfi Þ. Gíslason [1] – Efni á plötum

Róbert Arnfinnsson – Við sundin blá: Róbert Arnfinnsson flytur ljóð eftir Tómas Guðmundsson við lög eftir Gylfa Þ. Gíslason Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 48 Ár: 1974 1. Ég leitaði blárra blóma 2. Hanna litla 3. Nótt 4. Tryggð 5. Í vesturbænum 6. Um sundin blá 7. Fyrir átta árum 8. Við Vatnsmýrina 9. Þjóðvísa Flytjendur: Róbert Arnfinnsson – söngur…

Gylfi Þ. Gíslason [1] (1917-2004)

Gylfi Þ. Gíslason var margt í senn, doktor í hagfræði, stjórnmálamaður og ráðherra, hugsjónamaður þegar kom að menningu, og tónskáld. Eftir hann liggja um þrír tugir sönglaga útgefin á plötum. Gylfi Þorsteinsson Gíslason fæddist 1917 í Reykjavík. Hann lauk hagfræðiprófi og síðar doktorsgráðu í þjóðhagfræði og starfaði sem virtur fræðimaður í hinu akademíska samfélagi um…

Gyllinæð – Efni á plötum

Gyllinæð / Alsæla – [split-ep] Útgefandi: Gyllinæð Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Gyllinæð – Gamall maður í hjólastól 2. Gyllinæð – Kristjana 3. Gyllinæð – Djöfulskarl með sleggju 4. Alsæla – Þorraþræll Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Gyllinæð (1999-2000)

Dauðapönksveitin Gyllinæð náði nokkurri athygli í kringum aldamótin en þá nánast eingöngu fyrir annað en tónlistina sem þeir fluttu. Sveitin var stofnuð vorið 1999 meðal þriggja fjórtán og fimmtán ára vina í Réttarholtsskóla, Daníels Ívars Jenssonar gítarleikara, Ágústs Hróbjarts Rúnarssonar söngvara og Magnúsar Arnar Magnússonar trommuleikara og virðist tilgangurinn upphaflega hafa verið sá að taka…

Gylfi Þ. Gíslason [2] – Efni á plötum

Gylfi Þ. Gíslason – Með mínu lagi Útgefandi: Gylfi Þór Gíslason Útgáfunúmer: GÞG01 Ár: 2006 1. Í fjarlægð 2. Ó blessuð vertu sumarsól 3. Draumalandið 4. My way 5. Spanish eyes 6. It‘s now or never 7. Hún hring minn ber 8. Tondeleyó 9. Ave María 10. Faðir vor Flytjendur: Gylfi Þ. Gíslason – söngur…

Gylfi Þ. Gíslason [2] (1949-2021)

Gylfi Þór Gíslason íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari á Selfossi hafði iðkað söng með kórum og víðar til fjölda ára, draumur hans um útgáfu plötu með uppáhalds lögum sínum rættist árið 2006 en hann hafði þá barist við Parkison-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. Gylfi Þór var fæddur (1949) og uppalinn á Selfossi, hann lék knattspyrnu á yngri…

Götz (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Götz en hún var ein fjölmargra sveita sem lék á útitónleikum í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1994. Hálfdan Ingvarsson var söngvari og gítarleikari þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana.

Afmælisbörn 22. júlí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…