Gunni og Dóri (1973-75)

Gunni og Dóri

Tveir félagar úr Hafnarfirði, Gunnar Friðþjófsson og Halldór Guðjónsson starfræktu um tveggja ára skeið að minnsta dúettinn Gunni og Dóri, það samstarf hófst líklega árið 1973 innan KFUM starfsins í Hafnarfirði en þeir munu hafa verið saman einnig í Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar.

Gunni og Dóri komu margsinnis fram og skemmtu opinberlega með eins konar þjóðlagapoppi og árið 1975 sendu þeir frá sér tveggja laga smáskífu (Lucky man / I´m just a boy), platan hlaut þokkalega dóma í Alþýðublaðinu en fremur slaka í Vísi.

Ekki liggur fyrir hvort þeir héldu áfram að starfa saman eftir útgáfu plötunnar en þeir áttu þó eftir að vinna tónlist eitthvað hvor í sínu lagi.

Efni á plötum