Gunnar Ormslev (1928-81)

Gunnar Ormslev saxófónleikara má telja meðal máttarstólpa íslenskrar djasstónlistar á upphafsárum hennar en stundum er sagt að hann hafi komið með djassinn með sér til Íslands frá Danmörku, þar er kannski ofsögum sagt en það breytir því ekki að hann átti stóran þátt í öflugu djasslífi hér á landi á fimmta og sjötta áratug síðustu…

Gunnar Ormslev – Efni á plötum

Gunnar Ormslev og Alfreð Clausen – Frá Vermalandi / Kveðjustund [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 9 Ár: 1952 1. Frá Vermalandi 2. Kveðjustund Flytjendur: Gunnar Ormslev – tenór saxófónn Alfreð Clausen – söngur Björn R. Einarsson – básúna Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar Jón Sigurðsson – bassi Magnús Pétursson – píanó Guðmundur…

Gúrka (2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Gúrku sem starfaði árið 2000, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og hversu lengi hún starfaði.

Gúmmí (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Gúmmi og kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega, sem upphitunarhljómsveit fyrir Sálina hans Jóns míns sem hélt útgáfutónleika fyrir plötuna Hvar er draumurinn? á Hótel Borg í nóvember 1989. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar af því er virðist, skammlífu hljómsveitar.

Gvendólínur (1982-83)

Kvennahljómsveit sem bar heitið Gvendólínur starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum veturinn 1982-83. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari (síðar í Dúkkulísunum o.fl.) var meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um hinar og er hér með óskað eftir þeim

Gúttó við Tjörnina [tónlistartengdur staður] (1887-1968)

Góðtemplarahúsið við Tjörnina í Reykjavík (Gúttó við Tjörnina) var hvorki falleg né háreist bygging en hún hafði sögulegt gildi sem einn helsti skemmtistaður Reykvíkinga og ekki síður fyrir þá atburði sem urðu í og við húsið á kreppuárunum þegar Gúttóslagurinn svokallaði átti sér stað. Góðtemplarareglan á Íslandi (alþjóðleg hreyfing I.O.G.T.) hafði hafið innreið sína um…

Gúttó í Hafnarfirði [tónlistartengdur staður] (1886-)

Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði (í daglegu tali kallað Gúttó) var lengi aðal samkomustaður Hafnfirðinga og gegndi þar margvíslegu hlutverki um árabil, m.a. annars til tónleika- og dansleikjahalds. Það voru góðtemplarar í Hafnarfirði sem stóðu fyrir byggingu hússins en það var fyrsta hús sinnar tegundar á landinu, síðar áttu eftir að rísa „Gúttó“ víða um land. Ákvörðun…

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

Gunnar Kr. Guðmundsson (1936-2013)

Líklega er þrautseigja besta hugtakið til að lýsa tónlistarmanninum Gunnari Kr. Guðmundssyni en þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhentur gaf hann út kassettu og lék á harmonikku og önnur hljóðfæri við hin ýmsu tækifæri. Gunnar Kristinn Guðmundsson fæddist árið 1936 austur í Breiðdal og var farinn að leika á orgel eftir eyranu ungur…

Gunnar Kr. Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Kr. Guðmundsson – Vinstrihandar spil [snælda] Útgefandi: Gunnar Kr. Guðmundsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Hugsað til Spánar (polki) 2. Laugarvatnsvalsinn 3. Næturóður (jive) 4. Vögguljóð (enskur vals) 5. Sunnudagssamba 6. Vorkvöld (vals) 7. Til orgelsins (blús) 8. Haust í Lundi (enskur vals) 9. Smalastrákurinn (marsúrki) 10. Saman við gengum (vals) 11. Prjónakonurnar…

Gunnar Ó. Kvaran (1946-)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Ó. Kvaran starfaði með nokkrum hljómsveitum hér fyrrum, varð síðar virkur í samfélagi harmonikkuleikara og hefur í seinni tíð sent frá sér tvær plötur með frumsömdu efni. Gunnar Ólafur Kvaran fæddist 1946 á Ísafirði en flutti með fjölskyldu sinni suður í Hrútafjörð þar sem hann ólst að mestu upp. Þar í sveit komst…

Gunnar Óskarsson [1] (1927-81)

Gunnar Óskarsson er líklega ein allra fyrsta barnastjarna íslenskrar tónlistar en hann vakti fyrst athygli tólf ára gamall og þá komu út þrjár tveggja laga plötur með honum. Söngferill hans á fullorðins árum varð hins vegar endasleppur. Gunnar Óskarsson fæddist 1927 og var Reykvíkingur, það mun hafa verið frændi hans, Sigurður Þórðarson kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur…

Gunnar Ó. Kvaran – Efni á plötum

Gunnar Ó. Kvaran – Sælureitur Útgefandi: Gunnar Ó. Kvaran Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Afastrákur 2. Fritjof och Carmencita 3. Stórisandur 4. Ást 5. Arrivederci Rom 6. Veiði 7. Til mömmu 8. Vals fyrir Hreinsa 9. Lemon trees 10. Móðir 11. Bella María 12. Ástin mín 13. Sælureitur Flytjendur: Gunnar Ó. Kvaran – söngur…

Gunnar Óskarsson [1] – Efni á plötum

Gunnar Óskarsson – Hvíl mig rótt / Í dag skein sól [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 15 Ár: 1940 1. Hvíl mig rótt 2. Í dag skein sól Flytjendur: Gunnar Óskarsson – söngur Útvarpshljómsveitin: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Gunnar Óskarsson – Kirkjuhvoll / Vögguvísa [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR…

Afmælisbörn 8. júlí 2020

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og átta ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…