Gúmmí (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Gúmmi og kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega, sem upphitunarhljómsveit fyrir Sálina hans Jóns míns sem hélt útgáfutónleika fyrir plötuna Hvar er draumurinn? á Hótel Borg í nóvember 1989.

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar af því er virðist, skammlífu hljómsveitar.