Göróttu gyðjurnar [félagsskapur] (1992-)

Fáar heimildir finnast um félagsskapinn Göróttu gyðjurnar en hann samanstendur af söngkonum sem hafa hist til að ræða málin og skemmta sér, eins og segir í viðtali. Heimildum ber ekki alveg saman um hvenær Göróttu gyðjurnar voru stofnaðar, ýmist er það sagt hafa verið á árshátíð FÍH árið 1992 eða ári síðar en stofnfélagar voru…

Afmælisbörn 15. júlí 2020

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Afmælisbörn 14. júlí 2020

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

Afmælisbörn 13. júlí 2020

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og sjö ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötugur í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til liðs við Ríóið…

Afmælisbörn 11. júlí 2020

Sjö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og eins árs gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 10. júlí 2020

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2020

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Gunnar Ormslev (1928-81)

Gunnar Ormslev saxófónleikara má telja meðal máttarstólpa íslenskrar djasstónlistar á upphafsárum hennar en stundum er sagt að hann hafi komið með djassinn með sér til Íslands frá Danmörku, þar er kannski ofsögum sagt en það breytir því ekki að hann átti stóran þátt í öflugu djasslífi hér á landi á fimmta og sjötta áratug síðustu…

Gunnar Ormslev – Efni á plötum

Gunnar Ormslev og Alfreð Clausen – Frá Vermalandi / Kveðjustund [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 9 Ár: 1952 1. Frá Vermalandi 2. Kveðjustund Flytjendur: Gunnar Ormslev – tenór saxófónn Alfreð Clausen – söngur Björn R. Einarsson – básúna Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar Jón Sigurðsson – bassi Magnús Pétursson – píanó Guðmundur…

Gúrka (2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Gúrku sem starfaði árið 2000, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og hversu lengi hún starfaði.

Gúmmí (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Gúmmi og kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega, sem upphitunarhljómsveit fyrir Sálina hans Jóns míns sem hélt útgáfutónleika fyrir plötuna Hvar er draumurinn? á Hótel Borg í nóvember 1989. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar af því er virðist, skammlífu hljómsveitar.

Gvendólínur (1982-83)

Kvennahljómsveit sem bar heitið Gvendólínur starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum veturinn 1982-83. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari (síðar í Dúkkulísunum o.fl.) var meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um hinar og er hér með óskað eftir þeim

Gúttó við Tjörnina [tónlistartengdur staður] (1887-1968)

Góðtemplarahúsið við Tjörnina í Reykjavík (Gúttó við Tjörnina) var hvorki falleg né háreist bygging en hún hafði sögulegt gildi sem einn helsti skemmtistaður Reykvíkinga og ekki síður fyrir þá atburði sem urðu í og við húsið á kreppuárunum þegar Gúttóslagurinn svokallaði átti sér stað. Góðtemplarareglan á Íslandi (alþjóðleg hreyfing I.O.G.T.) hafði hafið innreið sína um…

Gúttó í Hafnarfirði [tónlistartengdur staður] (1886-)

Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði (í daglegu tali kallað Gúttó) var lengi aðal samkomustaður Hafnfirðinga og gegndi þar margvíslegu hlutverki um árabil, m.a. annars til tónleika- og dansleikjahalds. Það voru góðtemplarar í Hafnarfirði sem stóðu fyrir byggingu hússins en það var fyrsta hús sinnar tegundar á landinu, síðar áttu eftir að rísa „Gúttó“ víða um land. Ákvörðun…

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

Gunnar Kr. Guðmundsson (1936-2013)

Líklega er þrautseigja besta hugtakið til að lýsa tónlistarmanninum Gunnari Kr. Guðmundssyni en þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhentur gaf hann út kassettu og lék á harmonikku og önnur hljóðfæri við hin ýmsu tækifæri. Gunnar Kristinn Guðmundsson fæddist árið 1936 austur í Breiðdal og var farinn að leika á orgel eftir eyranu ungur…

Gunnar Kr. Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Kr. Guðmundsson – Vinstrihandar spil [snælda] Útgefandi: Gunnar Kr. Guðmundsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Hugsað til Spánar (polki) 2. Laugarvatnsvalsinn 3. Næturóður (jive) 4. Vögguljóð (enskur vals) 5. Sunnudagssamba 6. Vorkvöld (vals) 7. Til orgelsins (blús) 8. Haust í Lundi (enskur vals) 9. Smalastrákurinn (marsúrki) 10. Saman við gengum (vals) 11. Prjónakonurnar…

Gunnar Ó. Kvaran (1946-)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Ó. Kvaran starfaði með nokkrum hljómsveitum hér fyrrum, varð síðar virkur í samfélagi harmonikkuleikara og hefur í seinni tíð sent frá sér tvær plötur með frumsömdu efni. Gunnar Ólafur Kvaran fæddist 1946 á Ísafirði en flutti með fjölskyldu sinni suður í Hrútafjörð þar sem hann ólst að mestu upp. Þar í sveit komst…

Gunnar Óskarsson [1] (1927-81)

Gunnar Óskarsson er líklega ein allra fyrsta barnastjarna íslenskrar tónlistar en hann vakti fyrst athygli tólf ára gamall og þá komu út þrjár tveggja laga plötur með honum. Söngferill hans á fullorðins árum varð hins vegar endasleppur. Gunnar Óskarsson fæddist 1927 og var Reykvíkingur, það mun hafa verið frændi hans, Sigurður Þórðarson kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur…

Gunnar Ó. Kvaran – Efni á plötum

Gunnar Ó. Kvaran – Sælureitur Útgefandi: Gunnar Ó. Kvaran Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Afastrákur 2. Fritjof och Carmencita 3. Stórisandur 4. Ást 5. Arrivederci Rom 6. Veiði 7. Til mömmu 8. Vals fyrir Hreinsa 9. Lemon trees 10. Móðir 11. Bella María 12. Ástin mín 13. Sælureitur Flytjendur: Gunnar Ó. Kvaran – söngur…

Gunnar Óskarsson [1] – Efni á plötum

Gunnar Óskarsson – Hvíl mig rótt / Í dag skein sól [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 15 Ár: 1940 1. Hvíl mig rótt 2. Í dag skein sól Flytjendur: Gunnar Óskarsson – söngur Útvarpshljómsveitin: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Gunnar Óskarsson – Kirkjuhvoll / Vögguvísa [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR…

Afmælisbörn 8. júlí 2020

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og átta ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Afmælisbörn 7. júlí 2020

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2020

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…

Afmælisbörn 5. júlí 2020

Hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og fimm ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2020

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og eins árs gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Afmælisbörn 3. júlí 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Afmælisbörn 2. júlí 2020

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Gunnar Jökull Hákonarson (1949-2001)

Saga Gunnars Jökuls Hákonarsonar trommuleikara er nánast samfelld harmsaga þótt fæstir hefðu gert sér grein fyrir því fyrr en hann kom fram á nýjan leik eftir rúmlega tveggja áratuga fjarveru frá sviðsljósinu þar sem honum hafði þá verið hampað sem besta trommuleikara íslenskrar tónlistarsögu, en hann var þá orðinn veikur af alnæmi og illa farinn…

Gunnar Jökull Hákonarson – Efni á plötum

Gunnar Jökull – Hamfarir Útgefandi: Pop Beat Útgáfunúmer: PB001CD Ár: 1995 1. Tími til að elska 2. Kaffið mitt 3. Ég elska þig 4. Hundurinn minn 5. Ég elska á annan veg 6. Ísland 7. Drykkjuvísur 8. Bíllinn minn 9. Bréfið 10. Einskins virði Flytjendur Gunnar Jökull Hákonarson – söngur og allur hljóðfæraleikur

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Gustar (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Gustar og var líklega í gömlu dönsunum, allavega var sveitin húshljómsveit í Ártúni sumarið 1992. Söngvarar með sveitinni voru Trausti [?] og Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu Gusta.

Gúllíver (1979)

Hljómsveitin Gúllíver (Gulliver) var skammlíf sveit starfandi sumarið 1979 og lék þá um tíma í Klúbbnum. Meðlimir sveitarinnar voru Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari [?], Gústaf Guðmundsson trommuleikari, Bill Gregory [básúnuleikari?], Jóhann Kristinsson [hljómborðsleikari?], Richard Korn bassaleikari [?], Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Magnús Baldursson [saxófónleikari?].

Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti. Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?]…

Gutl [1] (1996)

Hljómsveitin Gutl úr Reykjavík var ein þeirra sveita sem keppti í Músíktilraunum vorið 1996, komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja sæti tilraunanna á eftir Stjörnukisa og Á túr. Meðlimir Gutls voru þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir bassaleikari, Kristín Halla Bergsdóttir fiðluleikari, Katrín Aikins trommuleikari og söngvari, Bjarki Sigurðsson gítarleikari…

Gunnar Egilson – Efni á plötum

Björn R. Einarsson og Gunnar Egilson – Koss / Ó, pápi [78 sn.] Útgefandi: Músíkbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 108 Ár: 1954 1. Koss 2. Ó, pápi minn Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Gunnar Egilson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – [engar upplýsingar um flytjendur] Björn R. Einarsson og Gunnar Egilson – Ást í leynum / Til unnustunnar [78 sn.]…

Gunnar Egilson (1927-2011)

Gunnar Egilson var einn af fyrstu klarinettuleikurum Íslands, hann nam erlendis og starfaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun og mörgum fleiri sveitum, hann var einnig framarlega í baráttu- og réttindamálum tónlistarmanna um árabil og mikilvægur í félagsmálum þeirra. Gunnar Ólafur Þór Egilson fæddist á Spáni sumarið 1927 þar sem foreldrar hans störfuðu, en fluttist með…

Gunnar Gunnarsson [1] – Efni á plötum

Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson – lesa úr eigin verkum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon CPMA 19 Ár: 1968 1. Gunnar Gunnarsson les úr Fjallkirkjunni; – Band 1 – Leikur að stráum – Band 2- Leikur að stráum – Band 3 – Skip heiðríkjunnar 2. Tómas Guðmundsson les úr ljóðum sínum; – Band 1 – Í Vesturbænum – Band…

Gunnar Gunnarsson [1] (1889-1975)

Gunnar Gunnarsson er eitt af fremstu skáldum íslenskrar bókmenntasögu. Hann fæddist 1889 í Fljótsdalnum en flutti til Danmerkur 1907 þar sem skáldaferill hans hófst, þar bjó hann og starfaði allt til ársins 1939 þegar hann kom heim til Íslands og settist að á Skriðuklaustri þar sem í dag er rekin Gunnarsstofnun. Hann bjó í Reykjavík…

Gunnar Friðþjófsson (1955-2008)

Hafnfirðingurinn Gunnar Friðþjófsson var töluvert áberandi í íslenskri tónlist um miðjan áttunda áratuginn, þá bráðungur. Hann fluttist hins vegar af landi brott og sinnti tónlistinni lítið eftir það þar til 2007 þegar plata kom út með honum og hljómsveit sem virðist hafa verið starfandi á Bali. Gunnar fæddist 1955 og var Hafnfirðingur eins og segir…

Gunnar Friðþjófsson – Efni á plötum

Söngvar úr barnaleikritinu Sannleiksfestin – úr leikriti [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 578 Ár: 1974 1. Sannleiksfestin 2. Sannleiksfestin Flytjendur: Þóra Lovísa Friðleifsdóttir – söngur Gunnar Magnússon – söngur Ingólfur Sigurðsson – söngur Helga Bjarnleif Björnsdóttir – söngur Skúli Gíslason – söngur Guðbjörg Helgadóttir – söngur Gunnar Friðþjófsson – söngur hljómsveit leikur undir stjórn Árna…

Gunnar Salvarsson (1953-)

Gunnar Salvarsson fjölmiðlamaður var um árabil einn þekktasti poppskríbent íslenskra fjölmiðla en hann ritaði um popptónlist í dagblöðum og sá um vinsæla tónlistarþætti í útvarpi. Gunnar (f. 1953) er menntaður kennari og á námsárum sínum hóf hann að rita í dagblöðin, hann var lengst af blaðamaður á Tímanum og Vísi og skrifaði þá um popptónlist…

Afmælisbörn 1. júlí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…