Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974).

Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson en einnig var trymbillinn Ragnar Emilsson í sveitinni, ekki eru upplýsingar um hljóðfæraskipan hinna þriggja í sveitinni. Svo virðist sem Pétur Jónsson hafi einnig verið í Gustuk en ekki liggur fyrir hlutverk hans í sveitinni.