Gunnar Gunnarsson [1] (1889-1975)

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson er eitt af fremstu skáldum íslenskrar bókmenntasögu. Hann fæddist 1889 í Fljótsdalnum en flutti til Danmerkur 1907 þar sem skáldaferill hans hófst, þar bjó hann og starfaði allt til ársins 1939 þegar hann kom heim til Íslands og settist að á Skriðuklaustri þar sem í dag er rekin Gunnarsstofnun. Hann bjó í Reykjavík frá 1948 og lést þar 1975.

Gunnar skrifaði lengst af á dönsku en verk hans voru þýdd á íslensku, af Halldóri Laxness en síðar einnig honum sjálfum. Hann kom til álykta í nokkur skipti sem nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum en hlaut þau verðlaun aldrei, e.t.v. spiluðu þar inn í meint tengsl hans við nasista en Gunnar var eini Íslendingurinn sem vitað er til að hafi hitt Adolf Hitler persónulega.

Fjallkirkjan og Svartfugl eru líklega þekktustu verka hans en einnig má nefna skáldsögur eins og Saga Borgarættarinnar, Vikivaki, Aðventa o.fl. Gunnar var fyrst og fremst skáldsagnahöfundur en hann sendi einnig frá sér ljóðabækur, einhver sönglög hafa verið samin við ljóð hans en ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra hafi komið út á plötum. Upplestur hans á köflum úr Fjallkirkjunni hafa hins vegar tvívegis komið út, annars vegar á plötunni Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson lesa úr verkum sínum (Fálkinn, 1968) og hins vegar á fjórum snældum undir titlinum 8 þjóðskáld lesa úr verkum sínum (Fálkinn, 1988), líklega er um að ræða sömu upptökur og á fyrrnefndu plötunni.

Efni á plötum