Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti.

Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?] gítarleikari, Guðmundur Freyr [?] bassaleikari og Torfi [?] söngvari og höfðu þá líklega orðið einhverjar breytingar á skipan sveitarinnar frá því að hún var stofnuð.

Gutlarnir voru meðal sveita sem léku á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1993 en engar upplýsingar er að finna um hversu lengi hún starfaði eftir það.