Stjörnukórinn [2] (2003)

Haustið 2003 var stofnaður kór í Njarðvíkum undir stjórn Natalie Chow kórstjórnanda og tónlistarkennara en hann var skipaður börnum á aldrinum þriggja til fimm ára, kórinn hlaut nafnið Stjörnukórinn. Upplýsingar um þennan kór eru af afar skornum skammti, hann starfaði þó að minnsta kosti fram að jólum og hélt tónleika um það leyti en annað…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…

Skvaldur (1995-96)

Njarðvíska rokksveitin Skvaldur var hluti af þeirri rokksenu sem var í gangi á síðustu árum liðinnar aldar, líklega 1995 og 96. Meðlimir Skvaldurs voru Björgvin Einar Guðmundsson gítarleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari, Ólafur Ingólfsson trommuleikari, Kristján Guðmundsson bassaleikari og Magni Freyr Guðmundsson söngvari þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1996, þeir félagar komust ekki áfram…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…

Faction (1985)

Hljómsveit að nafni Faction starfaði í Njarðvíkum árið 1985 og lék þá eitthvað opinberlega. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti. Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?]…

Mullet (1998-99)

Dúettinn Mullet úr Njarðvíkum fór ekki hátt á sínum tíma en eftir hann liggur tíu laga plata sem hafði að geyma eins konar afturhvarf til nýrómantíkur níunda áratugarins. Það voru þeir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) sem flestir kannast við sem dagskrárgerðarmann í útvarpi og undir aukasjálfinu Love Guru, og Ásmundur Örn Valgeirsson sem skipuðu…

Magnús Þór Sigmundsson (1948-)

Magnús Þór Sigmundsson er eitt allra stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er nánast sama hvar stungið er niður, hann telst meðal ástsælustu og afkastamestu laga- og textahöfunda þjóðarinnar, hefur sent frá sér ógrynni platna fyrir fólk á öllum aldri, gefið út tónlist, spilað, sungið, útsett og margt annað í tengslum við hana. Magnús kemur…

Bóner (um 1992)

Rokksveit sem bar nafnið Bóner starfaði í Njarðvíkum fremur en Keflavík í kringum 1992 en meðlimir sveitarinnar voru þá á grunnskólaaldri. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en þó eru nöfn tveggja meðlima hennar kunn, það eru þeir Magni Freyr Guðmundsson söngvari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari en þeir gerðu garðinn frægan síðar með sveitum eins…

Inniskórnir hans afa (1992)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um hljómsveit sem bar heitið Inniskórnir hans afa og starfaði að öllum líkindum í Njarðvík í skamman tíma, líklega 1992. Hugsanlega var um eins konar skammtíma grínverkefni að ræða en meðal meðlima sveitarinnar voru hjónin Ásgeir Snær Guðbjartsson og Ólöf Magnea Sverrisdóttir. Allar tiltækar upplýsingar um Inniskóna hans afa óskast…

Negatif (1982)

Afar litlar upplýsingar finnast um njarðvísku hljómsveitina Negatíf en hún starfaði árið 1982, jafnvel eitthvað fyrr. Ekkert er að finna um meðlimi sveitarinnar en þeir munu hafa verið þrír, tónlist hennar var að öllum líkindum nýbylgjutengd.

Jónatan (1990-91)

Hljómsveitin Jónatan úr Sandgerði og Njarðvík starfaði a.m.k. 1990 og 91 og keppti um vorið 1991 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur B. Clausen bassaleikari, Þórður Jónsson trommuleikari, Kristinn Hallur Einarsson hljómborðsleikari og Inga Rósa Þórarinsdóttir söngkona. Þó svo að sveitin kæmist ekki í úrslit keppninnar var Ólafur Þór…

Splendit (1985-86)

Hljómsveitin Splendit (einnig nefnd Splendid) var stofnuð síðla árs 1985 og keppti í Músíktilraunum vorið 1986, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Splendit var frá Keflavík og Njarðvík og innihélt sjö meðlimi, þar af eina stúlku. Litlar upplýsingar er að finna um sveitina en Ásmundur Örn Valgeirsson og Þórður Helgi Þórðarson (sem síðar skipuðu dúettinn…

Tídon (1982-83)

Lítið er vitað um hljómsveitina Tídon úr Njarðvík, annað en að hún var stofnuð 1982 og tók árið eftir þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.