Mullet (1998-99)

Mullet

Dúettinn Mullet úr Njarðvíkum fór ekki hátt á sínum tíma en eftir hann liggur tíu laga plata sem hafði að geyma eins konar afturhvarf til nýrómantíkur níunda áratugarins.

Það voru þeir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) sem flestir kannast við sem dagskrárgerðarmann í útvarpi og undir aukasjálfinu Love Guru, og Ásmundur Örn Valgeirsson sem skipuðu Mullet en þeir félagar höfðu starfað saman á unglingsárum sínum ásamt öðrum í hljómsveitinni Splendid.

Árið 1998 höfðu þeir félagar sent frá sér lagið Heima er best (sem Botnleðja hafði gefið út nokkru fyrr) og ári síðar kom út platan XXX sem bæði hafði að geyma beinar skírskotanir til eighties tónlistarinnar og lög sem beinlínis voru frá tímabilinu (It doesn‘t matter með Depeche mode). Platan fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu og tímaritinu Sándi en hún fór reyndar ekki hátt og seldist fremur illa.

Ekki varð framhald af samstarfi þeirra félaga.

Efni á plötum