Músíktilraunir [tónlistarviðburður] (1982-)

Músíktilraunir hafa verið haldnar síðan árið 1982 og hafa verið frá upphafi kjörinn vettvangur og stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill koma sér á kortið. Fjölmargar þeirra sveita sem hafa sigrað tilraunirnar hafa nýtt sér sigurinn og jafnvel öðlast allt að heimsfrægð fyrir, margar þeirra hafa gefið út plötur og starfað við miklar vinsældir og…

Musica Antiqua [félagsskapur] – Efni á plötum

Musica Antiqua – Amor Útgefandi: Ísdiskar  Útgáfunúmer: Klassís 102 Ár: 1996 1. La Rotta – Trotto 2. La plus des plus 3. Ob glück hat neid 4. Ich hab ein lange Zeit 5. Der Maruscat Danntz 6. Die brünnlin die da fliessen 7. Margaretha 8. Meins traurens ist 9. Ach Gott, ein grossen Pein 10.…

Musica antiqua [félagsskapur] (1981-2002)

Musica Antiqua sem starfaði um tveggja áratuga skeið fyrir og um aldamótin síðustu, var tónlistartengdur félagsskapur og gegndi margs konar margþættu hlutverki. Musica Antiqua var stofnaður haustið 1981 og voru þau Snorri Örn Snorrason lútuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir víólu da gamba leikari, Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari stofnendur hópsins sem gegndi margs konar…

Mullet – Efni á plötum

Mullet – XXX Útgefandi: Mullet / Valgeirsbakarí Útgáfunúmer: MU 001 Ár: 1999 1. Mullet 2. Everything 3. You’re a star 4. It doesn’t matter 5. Tobekan 6. Sangria 7. Fixed mood 8. Home 9. Prospectus 10. Heima er best Flytjendur: Ásmundur Ö. Valgeirsson – söngur gítar og annar hljóðfæraleikur Þórður Helgi Þórðarson – söngur og…

Mullet (1998-99)

Dúettinn Mullet úr Njarðvíkum fór ekki hátt á sínum tíma en eftir hann liggur tíu laga plata sem hafði að geyma eins konar afturhvarf til nýrómantíkur níunda áratugarins. Það voru þeir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) sem flestir kannast við sem dagskrárgerðarmann í útvarpi og undir aukasjálfinu Love Guru, og Ásmundur Örn Valgeirsson sem skipuðu…

Músíkbandið [2] (1992)

Árið 1992 var starfrækt níu manna hljómsveit í Stykkishólmi sem bar nafnið Músíkbandið. Svo virðist sem þessi sveit hafi einungis verið starfandi í skamman tíma en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Músíkbandið [1] (1988)

Músíkbandið var skammlíf hljómsveit sem virðist einungis hafa komið fram í örfá skipti á skemmtistaðnum Evrópu í febrúar 1988. Meðlimir Músíkbandsins voru Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Pétur Pétursson hljómborðsleikari og Kristófer K. [?] bassaleikari.

Múlinn [félagsskapur] (1997-)

Djassklúbburinn Múlinn hefur starfað síðan á síðustu öld og staðið fyrir ýmsum uppákomum í formi tónleika á þeim tíma. Tvennt hefur einkennt starfið, annars vegar að erfitt hefur reynst að halda uppi föstum viðburðakvöldum, og hins vegar að klúbburinn hefur verið í húsnæðishrakhólum með starfsemi sína. Síðustu árin hefur þó horft til betri vegar í…

Múldýrið – Efni á plötum

Múldýrið – Múldýrið [ep] Útgefandi: Skakkamanage Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Kúrekinn á múldýrinu 2. Pulse modulation 3. Pulse modulation beat cancel 4. Sumar á sólbekk Flytjendur: Kristín Jónsdóttir – söngur [?] Svavar P. Eysteinsson – [?] Einar Þór Kristjánsson – [?] Kristinn Gunnar Blöndal – [?] Helgi Örn Pétursson – [?] Viddi [?]…

Múldýrið (1993-97)

Hljómsveitin Múldýrið starfaði um nokkurra ára skeið í lok síðustu aldar, í henni voru nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn. Sveitin var stofnuð sem tríó sem spilaði pönk (árið 1993) en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina þá, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) var þó væntanlega einn þeirra því hann var forsprakki sveitarinnar alla tíð. Fyrst um…

Müller (1997)

Hljómsveitin Müller starfaði að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara skólans í febrúar 1997 og gefnir voru út á plötunni Tún. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Kristjánsson (Borko), Kristján Guðjónsson, Einar Þór Gústafsson og Númi Þorkell Thomasson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.

Músíktilraunir [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Músíktilraunir 2003 – ýmsir Útgefandi: Hitt/Edda Útgáfunúmer: Hitt012 Ár: 2003 1. Dáðadrengir – Allar stelpur úr að ofan 2. Lokbrá – Big Muff 3. Heimskir synir – Steinhaltu kjafti 4. Dáðadrengir – Farlama Dalai Lama (Búddistalag) 5. Fendrix – Fastur 6. Drain – Jesus 7. Betlehem – Allt ímyndun í þér 8. Enn ein sólin…

Afmælisbörn 4. desember 2019

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er tuttugu og níu ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…