Múldýrið (1993-97)

Hljómsveitin Múldýrið starfaði um nokkurra ára skeið í lok síðustu aldar, í henni voru nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn.

Sveitin var stofnuð sem tríó sem spilaði pönk (árið 1993) en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina þá, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) var þó væntanlega einn þeirra því hann var forsprakki sveitarinnar alla tíð. Fyrst um sinn gekk sveitin undir nafninu Muleskinner en því var síðan breytt.

Múldýrið lék eitthvað á tónleikum ásamt fleiri sveitum á árunum 1994 til 96, m.a. á óháðu listahátíðinni Unglist og í framhaldsskólunum á höfuðborgarsvæðinu, og voru þá í sveitinni auk Svavars Péturs þau Kristín Jónsdóttir söngkona (sem síðar varð fyrsta söngkona Unun-ar og enn síðar jarðskjálftafræðingur), Kristinn Gunnar Blöndal (KGB) trommuleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari (Singapore Sling o.fl.) og Einar Þór Kristjánsson gítarleikari (Singapore Sling). Þannig skipuð hljóðritaði Múldýrið fjögurra laga sjö tommu vínyl plötu haustið 1995 en hún beið útgáfu í heilt ár áður en Svavar Pétur stofnaði útgáfufyrirtækið Skakkamanage til að gefa hana út.

Þegar platan leit loks dagsins ljós var Múldýrið hætt en hún hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðinu. Hljómsveitin Emmett var síðan stofnuð upp úr sveitinni

Efni á plötum