Oddgeir Kristjánsson (1911-66)

Fá nöfn eru jafn samofin þjóðhátíðarmenningu Vestmanneyinga og nafn Oddgeirs Kristjánssonar en hann er löngu orðinn þekktur sem eins konar tákn fyrir Eyjalögin enda samdi hann mörg af þeim þekktustu og nægir þar að nefna lög eins og ég Ég veit þú kemur, Gamla gatan, Blítt og létt og Bjarta vonir vakna svo aðeins fáein…

Oddgeir Kristjánsson – Efni á plötum

Hljómsveit Svavars Gests – Síldarstúlkurnar [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 118 Ár: 1964 1. Þá varstu ungur 2. Sólbrúnir vangar 3. Ég veit þú kemur 4. Síldarstúlkurnar Flytjendur Hljómsveit Svavars Gests: – Magnús Ingimarsson – píanó – Svavar Gests – trommur – Gunnar Ormslev – tenór saxófónn – Gunnar Pálsson – bassi  – Garðar Karlsson gítar Anna Vilhjálms – söngur Berti Möller – söngur Elly…

Occasional happyness (2007)

Occasional happyness er hljómsveit úr Vestmannaeyjum, starfandi 2007. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum það árið og var skipuð þeim Andra Fannari Valgeirssyni gítarleikara, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur bassaleikara, Alexöndru Sharon Róbertsdóttur hljómborðsleikara og söngvara og Inga Þór Þórarinssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Oddrún Kristófersdóttir (1945-2016)

Oddrún (Kristjana) Kristófersdóttir var ein af mörgum ungum og efnilegum söngvurum rokkkynslóðarinnar sem spreytti sig á söngsviðinu í kringum 1960. Oddrún (f. 1945) söng með hljómsveitum eins og G.J. tríóinu 1961, Ó.M. kvintettnum 1961-63 og Pónik veturinn 1963-64 áður en hún sneri sér að öðrum verkefnum, flestum tengdum ferðaþjónustu erlendis, hún starfaði t.a.m. bæði hjá…

Octavia (1987-89)

Söngflokkurinn Octavia  (Oktavía) starfaði á Akranesi á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1987 til 89. Meðlimir Octaviu voru Hrönn Eggertsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Leif Steindal, Sigurjón Skúlason, Bjarki Sveinbjörnsson, Jensína Waage og Sigurður Ólafsson.

Oktavía Stefánsdóttir (1938-)

Söngkonan Oktavía Stefánsdóttir var nokkuð þekkt hér áður en lengi var talað um hana sem einu íslensku djasssöngkonuna. Oktavía Erla Stefánsdóttir (f. 1938) er lærð leikkona og hefur starfað nokkuð við leikhús, m.a. við leikstjórn en í tónlistinni var hún þekktust fyrir að syngja djass, hún söng eitthvað með Hljómsveit Hauks Morthens seint á sjöunda…

Oheo (1971)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar heitið Oheo eru af skornum skammti en hún starfaði sumarið 1971 í Keflavík. Allar frekari upplýsingar um sveitina má senda til Glatkistunnar.

Oddfellowhúsið [tónlistartengdur staður] (1932-79)

Margir Íslendingar sem komnir eru vel yfir miðjan aldur muna eftir dansleikjum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti en í húsnæðinu voru reknir veitinga- og skemmtistaðir um árabil, fyrst Tjarnarcafé og síðan Tjarnarbúð. Það var Oddfellow reglan lét byggja húsið sem stendur við Vonarstræti 10 í miðbæ Reykjavíkur og var það vígt í lok árs 1932, það…

Oddfellowbandið (1990)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Oddfellowbandið var að öllum líkindum starfandi á Akranesi árið 1990, að minnsta kosti lék sveitina á tónleikum þar í bæ sumarið 1990. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit.

Október (1988-90)

Hljómsveit sem bar nafnið Október starfaði árin 1988 og 89 og var þá nokkuð áberandi í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu, sveitin átti tvö lög á safnsnældunni Bít árið 1990 en ekki er ljóst hvort sveitin var þá enn starfandi. Meðlimir Októbers voru þau Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina) söngkona, Árni Daníel Júlíusson hljómborðsleikari, Ríkharður H. Friðriksson…

Oktettinn Ottó (1996)

Oktettinn Ottó var skammlíf kammersveit sem hélt fáeina tónleika sumarið 1996, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri. Ottó var skipaður þeim Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Margréti Kristjánsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur lágfiðluleikara, Lovísu Fjeldsted sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleika en þau voru þá öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.