Oddrún Kristófersdóttir (1945-2016)

Oddrún Kristófersdóttir

Oddrún (Kristjana) Kristófersdóttir var ein af mörgum ungum og efnilegum söngvurum rokkkynslóðarinnar sem spreytti sig á söngsviðinu í kringum 1960.

Oddrún (f. 1945) söng með hljómsveitum eins og G.J. tríóinu 1961, Ó.M. kvintettnum 1961-63 og Pónik veturinn 1963-64 áður en hún sneri sér að öðrum verkefnum, flestum tengdum ferðaþjónustu erlendis, hún starfaði t.a.m. bæði hjá flugfélögum og skipafélögum um árabil. Hún birtist aftur á söngsviðinu þegar tónlist kynslóðar hennar var sett á svið á nýjan leik á níunda áratunum en þá kom hún fram í tónlistarsýningu á skemmtistaðnum Ríó.

Oddrún lést snemma árs 2016 rúmlega sjötug að aldri.