Olga Guðrún Árnadóttir – Efni á plötum

Olga Guðrún – Eniga meniga Útgefandi: ÁÁ records / Fálkinn Útgáfunúmer: ÁÁ 027 / FA 046 Ár: 1975 / 1984 / 1995a 1. Eniga meniga 2. Hattur og Fattur 3. Við erum fuglar 4. Ég heyri svo vel 5. Ef þú ert súr vertu þá sætur 6. Drullum sull 7. Sjómaður uppá hár 8. Það…

Olga Guðrún Árnadóttir (1953-)

Olga Guðrún Árnadóttir sendi á sínum tíma frá sér eina af allra bestu barnaplötum íslenskrar tónlistarsögu að mati flestra þegar Eniga meniga kom út árið 1976, Olgu Guðrúnu er margt til lista lagt og því hefur tónlistin á tíðum þurft að víkja fyrir öðrum hlutum. Olga Guðrún fæddist í Kópavogi 1953, fluttist tólf ára til…

Omo (1964-65)

Hljómsveitin Omo starfaði á Siglufirði um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, mitt í miðju bítlafárs. Sveitin mun hafa verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1964 og 65, og fór víða um norðanvert landið til spilamennsku á dansleikjum. Meðlimir hennar voru þeir Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Elías [Þorvaldsson?], Guðmundur Garðar Hafliðason trommuleikari og Halli [?] Óskarsson.…

Omen (um 1981)

Í kringum 1981 starfaði á höfuðborgarsvæðinu bílskúrssveit skipuð ungum meðlimum, sem gekk undir nafninu Omen. Fyrir liggur að Máni Svavarsson var í þessari sveit og spilaði þá að öllum líkindum á hljómborð en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Ombabbeh (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Ombabbeh sem starfaði árið 1983 og skartaði þá trommuleikaranum Birgi Baldurssyni en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Líklegt er að þessi sveit hafi verið starfandi í Kópavogi.

Olympia – Efni á plötum

Olympia – Olympia Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM51 CD Ár: 1994 1. 1st movement 2. By the time I won the prize 3. Drive 4. Symphony 5. Nations 6. Self pity waltz 7. Animal, animal 8. Singing 9. The bells 10. The rise Flytjendur: Arnar Geir Ómarsson – trommur Eiríkur Sigurðsson – gítarsóló Kjartan Sigurjónsson –…

Olympia (1994-95)

Olympia var eins manns hljómsveit Sigurjóns Kjartanssonar sem hann starfrækti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, tvær plötur komu út með sveitinni. Tónlist Olympiu var eins konar synfónískt syntharokk keyrt áfram af drungalegum söng Sigurjóns sem þarna hafði m.a. starfað með hljómsveitunum Ham og Funkstrasse, hann hóf að koma fram opinberlega undir þessu nafni snemma…

Orchestra Hótel Borgar (1991)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem sett var á laggirnar á fyrri hluta árs 1991 og bar heitið Orchestra Hótel Borgar en hún mun hafa verið skipuð tónlistarmönnum í eldri kantinum og lék tónlist í anda stríðsáranna og skömmu eftir það. Tilefnið með stofnun sveitarinnar mun hafa verið að Hótel Borg opnaði eftir…

Oran (1999)

Fönksveitin Oran starfaði í nokkra mánuði síðari hluta árs 1999, og lék þá í nokkur skipti á öldurhúsum Reykjavíkur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari kom inn í lokin í stað Guðna bassaleikara en sveitin hætti störfum í lok árs.

Operation strawberry (1998)

Hljómsveitin Operartion strawberry virðist hafa verið fremur skammlíf sveit en hún gekk einnig undir nafninu Aperacia klubnika (Aperatzia klubnika) þann skamma tíma sem hún starfaði árið 1998. Meðlimir Operation strawberry voru þeir Ingólfur Guðmundsson trommuleikari, Ragnar Örn Emilsson gítarleikari og Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari. Þegar Birgir Kárason bættist í sveitina sem bassaleikari færði Daníel Brandur…

Operation big beat (1996-97)

Hljómsveitin Operation big beat starfaði innan Fíladelfíu safnaðarins og lék trúarlega tónlist sem var einhvers konar rokk. Operation big beat starfaði að minnsta kosti á árunum 1996 og 97 og lék þá aðallega á samkomum tengdum söfnuðinum, sveitin átti fjögur lög á safnplötunni No3 sem Fíladelfía gaf út. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Þór Gunnarsson…

One mö (1993)

Dúettinn One mö starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1993. Meðlimir dúettsins voru þeir Ögmundur Rúnarsson gítarleikari og Sigurður Hjartarson söngvari (síðar bassaleikari hljómsveitarinnar Péturs).