Orchestra Hótel Borgar (1991)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem sett var á laggirnar á fyrri hluta árs 1991 og bar heitið Orchestra Hótel Borgar en hún mun hafa verið skipuð tónlistarmönnum í eldri kantinum og lék tónlist í anda stríðsáranna og skömmu eftir það.

Tilefnið með stofnun sveitarinnar mun hafa verið að Hótel Borg opnaði eftir breytingar og blés til dansleikjar með fyrrgreindu þema, og því eru allar líkur á að Orchestra Hótel Borgar hafi aðeins leikið eitt kvöld.

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar.