Heiglar – ný plata Pink street boys

Hljómsveitin Pink street boys sendi nýverið frá sér nýja plötu en hún ber heitið Heiglar og er fjórða afurð sveitarinnar, áður hafði sveitin sent frá sér plöturnar Trash from the boys (2014) sem einnig kom út á kassettu í takmörkuðu upplagi, Hits #1 (2015) og Smells like boys (2017). Heiglar er tíu laga og er…

Afmælisbörn 30. nóvember 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og fimm ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2019

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og níu ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Musica [fjölmiðill] (1948-50)

Tage Ammendrup var afkastamikill á sviði tónlistar á sínum tíma, stóð í plötuútgáfu, rak hljóðfæra- og hljómplötuverslun (Drangey) auk þess að gefa út tónlistartímarit, fyrst tímaritið Jazz (1947) og síðan tímaritið Musica á árunum 1948-50. Musica kom út alls ellefu sinnum og fjallaði um eins og sagði í kynningu „ýmis mál sem snerta tónlitarlíf og…

Multifunktionals (1998)

Multifunktionals var hip hop sveit sem starfaði árið 1998, hugsanlega lengur. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar og er því hér með óskað eftir þeim. Sveitin átti lag ásamt Mura á safnplötunni Svona er sumarið 98.

Mug – Efni á plötum

Mug – Mug [snælda] Útgefandi: Bug Rekkords Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1995 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Emil Örn Evertsson – [?] Árni Þór Árnason – [?] Guðni Rafn Gunnarsson – [?] Mug – Polaroid period Útgefandi: Bug records Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Exposure timer 2. Midget knob 3. Dove green 4. 3…

Mug (1990-2006)

Hljómsveitin Mug var eins konar leynihljómsveit, hún starfaði lengst af neðanjarðar og kom tvívegis að minnsta kosti upp á yfirborðið, annars vegar með tveggja laga spólurúllu og hins vegar fimmtán laga plötu. Sveitin var stofnuð 1990 í Bústaðahverfinu og voru meðlimir hennar þeir Emil Örn Evertsson, Árni Þór Árnason og Guðni Rafn Gunnarsson nemendur í…

Muffan (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit í þyngri kantinum sem gekk undir nafninu Muffan / Múffan og starfaði í kringum aldamótin 2000, að minnsta kosti árið 1999. Hverjir skipuðu þessa sveit, hver hljóðfæraskipan hennar var, starfstími og annað sem skiptir máli í þessu samhengi, má gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Muri (1977-)

Tónlistarmaðurinn Muri vakti nokkra athygli í lok síðustu aldar fyrir raftónlist sína, hann sneri síðan baki við tónlistina að mestu og starfar í dag við tölvu- og hugbúnaðargeirann. Steingrímur Árnason (fæddur 1977) sem kallaði sig Mura, byrjaði að vekja athygli þegar hann sigraði plötusnúðakeppni félagsmiðstöðvanna vorið 1992. Hann hafði reyndar klassískan bakgrunn sem hann nýtti…

Musica da camera (1967-68)

Musica da camera var kammersveit sem kom fram opinberlega í fáein skipti haustin 1967 og 68. Meðlimir sveitarinnar fyrra haustið voru þeir Jósef Magnússon flautuleikari sem hafði frumkvæði að stofnun hópsins, Gísli Magnússon semballeikari, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og Kristján Stephensen óbóleikari, en síðara haustið leysti Þorvaldur Steingrímsson Kristján af hólmi.

Musica prima (1968-69)

Hljómsveitin Musica prima starfaði um nokkurra mánaða skeið frá haustinu 1968 og fram á sumarið 1969, sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum. Sveitin sem lék djasskennda tónlist, var stofnuð upp úr kvartett sem Þórarinn Ólafsson píanóleikari hafði starfrækt og í sveitinni voru auk hans Örn Ármannsson gítarleikari, Marta Bjarnadóttir söngkona, Jóhann G. Jóhannsson bassaleikari og Pétur Östlund…

Musica nostra (1977-80)

Musica nostra var hljómsveit sem lék eins konar frumsamið þjóðlaga- eða vísnapopp en sveitin starfaði á árunum 1977 til 80. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1977 en upphafið má rekja til þess að Guðmundur Árnason gítarleikari og Gísli Helgason flautuleikari hófu að spila saman og svo bættust þeir Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Árni Áskelsson…

Musica sacra [tónlistarviðburður] (1953-61)

Musica sacra var tónleikaröð sem þá tiltölulega nýstofnað Félag íslenzkra organleikara (síðar Félag íslenskra organista) stóð fyrir á árunum 1953 til 61 en hugmyndin var að reyna að efla kirkjutónlist í landinu með tiltækinu. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir haustið 1953 og eins og nafn tónleikaraðarinnar gefur til kynna var um kirkjulega tónlist að ræða en…

Afmælisbörn 27. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru fimm talsins í dag, flest þeirra eru söngkonur: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og fjögurra ára…

Afmælisbörn 26. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og fimm ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 24. nóvember 2019

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er áttatíu og eins árs gamall í dag, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari…

Afmælisbörn 23. nóvember 2019

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og sex ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2019

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og fjögurra ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Móðins [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði að líkindum á höfuðborgarsvæðinu en hún gaf út átta laga plötu samnefnda sveitinni árið 1998. Á plötuumslagi eru meðlimir Móðins sagðir heita Orri [trommuleikari], Gísli [?] söngvari og gítarleikari og Biggi [Birgir?] [?] bassaleikari. Efni á plötum

Móðins [1] (1988-91)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Móðins (einnig nefnd Móðir Óðins) en hún starfaði í Grindavík í kringum 1990 og var skipuð ungmennum á grunn- eða menntaskólaaldri. Sveitin var um tíma sextett, vorið 1988 var Sólný Pálsdóttir söngvari hennar sem og Bergur Þór Ingólfsson, einnig gæti Júlíus Daníelsson hafa sungið með sveitinni en…

Móa and the Vinylistics (1999-2000)

Hljómsveitin Móa and the Vinylistics starfaði á árunum 1999 og 2000 en sveitin mun hafa verið stofnuð upp úr Vínyl (Vinyl) en breytti um nafn þegar Móa (Móeiður Júníusdóttir) gekk til liðs við hana. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristinn Júníusson bassaleikari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari bræður Móu, Arnar Guðjónsson gítarleikari og Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari.…

Móðins [2] – Efni á plötum

Móðins [2] – Móðins Útgefandi: Móðins Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Láttu mig í friði 2. Hvernig líður þér 3. Horfðu á mig 4. Kaffivélin 5. Einn 6. Ekki nokkur skapaður hlutur 7. Soltinn 8. Ruglu sull Flytjendur: Orri [?] – trommur Gísli [?] – söngur og gítar Birgir [?] – bassi og raddir

Mónakó (1978-79)

Hljómsveitin Mónakó (Monaco) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1978 til 79 og lék þá aðallega á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Mónakó voru Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari, Guðmundur Torfason söngvari (síðar þekktur knattspyrnumaður), Hávarður [Tryggvason bassaleikari?] og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1978 og virðist hafa verið hætt störfum í…

Móðir Jörð (1994-97)

Sönghópur starfaði innan Söngsmiðjunnar á árunum 1994 til 97 undir nafninu Móðir Jörð en hópurinn sérhæfði sig í gospelsöng. Um var að ræða tuttugu manna hóp og söng hann víðs vegar um land undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Móðir Jörð sem gekk jafnframt undir nöfnunum Sönghópur Móður Jarðar og Gospelhópur Söngsmiðjunnar, starfaði fram á vorið…

Móðir (1993)

Hljómsveitin Móðir starfaði sumarið 1993 og var þá meðal fjölmargra rokksveita sem komu fram á tónleikum á vegum óháðu listarhátíðarinnar Ólétt ´93 í Faxaskála. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit, þ.m.t. meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Mr. Maggó – Efni á plötum

Mr. Maggó – Bokkan [snælda] Útgefandi: PVF útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Ég er PVF. 2. Eðlilegt hjónaband 3. Út og inn 4. Við tvö 5. Risa búbbur 6. Þú veist 7. Sveittur og skítugur 8. Barmstóra barstúlkan Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Mr. Maggó – Gullbokkan [ep] Útgefandi: PVF útgáfan Útgáfunúmer: Pvf…

Mr. Maggó (1995-96)

Mr. Maggó var eins konar eins manns hljómsveit Magnúsar Óskars Hafsteinssonar sem hann starfrækti samhliða því að spila á trommur með pönksveitinni Örkuml. Mr. Maggó sendi frá sér annars vegar átta laga kassettu árið 1995 í takmörkuðu upplagi undir nafninu Bokkan og ári síðar kom út sjö tommu vínylplatan Gullbokkan sem innihélt fjögur lög, hún…

Móri [1] (1995)

Hljómsveitin Móri keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit með sitt djass- og fönkskotna rokk. Meðlimir Móra voru þeir Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Kristjánsson bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari.

Mósaík [1] (1993-96)

Hljómsveitin Mósaík (Mosaik) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar er hún keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar en meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra yngstu sem þar hafa keppt. Segja má að hluti sveitarinnar hafi síðar orðið að stórum nöfnum í íslensku tónlistarlífi. Mósaík var stofnuð haustið 1993 af Benedikt Hermanni Hermannssyni (Benna Hemm…

Mórall (1983)

Hljómsveitin Mórall var skammlíft verkefni starfandi vorið 1983, sem líkast til lék einungis í eitt skipti opinberlega – sem eitt af upphitunarböndunum fyrir The Fall sem hér hélt tónleika í Austurbæjarbíói. Meðlimir Mórals voru allir þekktir úr pönk- og nýbylgjusenunni, en þeir voru Bubbi Morthens söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Kormákur Geirharðsson trommuleikari, Mike Pollock gítarleikari…

MR kvartett (1952-53)

Veturinn 1952-53 var starfræktur söngkvartett innan Menntaskólans í Reykjavík, meðlimir hans voru Jóhann Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Árni Björnsson og Ólafur Jens Pétursson en ekki liggja fyrir upplýsingar um raddskipanina. Konráð Bjarnason æfði þá félaga í byrjun en Baldur Kristjánsson tók síðan við því hlutverki, Sigurður Jónsson annaðist yfirleitt undirleik fyrir kvartettinn sem kom fram í…

Afmælisbörn 20. nóvember 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fertugur og á því stórafmæli. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik…

Afmælisbörn 19. nóvember 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níutíu og tveggja ára gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2019

Í dag eru þrjú afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) á stórafmæli en hann er þrítugur á þessum degi og hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum röppurum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu, öll nema eitt eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fjórar breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas…

Afmælisbörn 15. nóvember 2019

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Afmælisbörn 14. nóvember 2019

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Þá á Magnús R.…

Móa [1] – Efni á plötum

Móa – Móa syngur lögin við vinnuna Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM33CD Ár: 1993 1. Bel ami 2. I get a kick out of you 3. Bláu augun þín 4. Our love is here to stay 5. Mah – na – mah – na 6. Falling in love again 7. All of me 8. Vorvísur 9.…

Móa [1] (1972-)

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir (Móa) spratt fram á sjónarsviðið með skjótum hætti eftir Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var þá í fyrsta skipti vorið 1990, hún gerði það gott í bransanum í nokkur ár, m.a. í meiktilraunum erlendis sem hluti af dúettnum Bong og síðar sem sólóisti, en hvarf með jafn skjótum hætti og hún hafði birst…

Mosaeyðir (1998-99)

Punksveitin Mosaeyðir frá Höfn í Hornafirði starfaði rétt fyrir aldamótin og keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Mosaeyðis voru þá Jón Eiríksson söngvari, Gunnar Bjarni Hákonarson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson bassaleikari og Birgir Már Vignisson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hlaut þeim mun meiri athygli fyrir framlag sitt, Ég elska Satan.…

Morse (1987)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Morse sem skemmti um verslunarmannahelgina 1987 í Bjarkalundi, hverjir skipuðu þessa sveit og hljóðfæraskipan hennar.

Morfín (2000)

Morfín hét reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum 2000 en komst ekki í úrslit. Meðlimir Morfíns voru Björn Heiðar Jónsson söngvari og gítarleikari, Einar Jakob Jónsson bassaleikari, Ómar Þór Sigfússon trommuleikari og Hjalti Þorkelsson gítarleikari

Mottó (1982)

Hljómsveit að nafni Mottó starfaði árið 1982, hugsanlega í Réttarholtsskóla. Litlar sem engar heimildir er að finna um þessa sveit sem spilaði reggískotna tónlist en meðlimir hennar munu hafa verið Lárus Wöhler [bassaleikari?], Hannes Lárus Jónsson [?], Páll [?] og Þröstur [?]. Allar frekari upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Motherfuckers in the house (1997-98)

Rappsveitin Motherfuckers in the house (MITH) starfaði innan Menntaskólans við Hamrahlíð árin 1997 og 1998. Ekki liggja fyrir upplýsingar um alla meðlimi sveitarinnar en meðal þeirra voru Árni Vilhjálmsson [?], Birgir Ísleifur Gunnarsson [?] og Benedikt Hermann Hermannsson  trommuleikari, sem allir eru þekktir tónlistarmenn í dag. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi MITH, auk annarra upplýsinga…

The Most (1989-90)

Tríóið The Most var starfrækt í kringum 1990 en það var skipað þremur kunnum tónlistarmönnum sem höfðu gert garðinn frægan í pönkinu tæplega áratug fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir bræður Mike og Danny Pollock og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari en líkast til léku Pollock bræður báðir á gítara. Þeir félagar, sem höfðu nokkrum árum fyrr leikið…

Moskvítsj (1993-94)

Upplýsingar um hljómsveitina Moskvítsj úr Hafnarfirði eru af fremur skornum skammti en hún virðist hafa komið fyrst fram opinberlega þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Meðlimir hennar voru þá Þorvaldur Einarsson gítarleikari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari, Páll Sæmundsson gítarleikari og Björn Viktorsson trommuleikari. Sveitin hafði árið…