Mónakó (1978-79)

Mónakó

Hljómsveitin Mónakó (Monaco) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1978 til 79 og lék þá aðallega á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Meðlimir Mónakó voru Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari, Guðmundur Torfason söngvari (síðar þekktur knattspyrnumaður), Hávarður [Tryggvason bassaleikari?] og Kristján Edelstein gítarleikari.

Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1978 og virðist hafa verið hætt störfum í febrúar 1979.