Móðir Jörð (1994-97)

Móðir Jörð

Sönghópur starfaði innan Söngsmiðjunnar á árunum 1994 til 97 undir nafninu Móðir Jörð en hópurinn sérhæfði sig í gospelsöng.

Um var að ræða tuttugu manna hóp og söng hann víðs vegar um land undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Móðir Jörð sem gekk jafnframt undir nöfnunum Sönghópur Móður Jarðar og Gospelhópur Söngsmiðjunnar, starfaði fram á vorið 1997 en virðist þá hafa lognast útaf.