Móðins [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði að líkindum á höfuðborgarsvæðinu en hún gaf út átta laga plötu samnefnda sveitinni árið 1998. Á plötuumslagi eru meðlimir Móðins sagðir heita Orri [trommuleikari], Gísli [?] söngvari og gítarleikari og Biggi [Birgir?] [?] bassaleikari. Efni á plötum

Móðins [1] (1988-91)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Móðins (einnig nefnd Móðir Óðins) en hún starfaði í Grindavík í kringum 1990 og var skipuð ungmennum á grunn- eða menntaskólaaldri. Sveitin var um tíma sextett, vorið 1988 var Sólný Pálsdóttir söngvari hennar sem og Bergur Þór Ingólfsson, einnig gæti Júlíus Daníelsson hafa sungið með sveitinni en…

Móa and the Vinylistics (1999-2000)

Hljómsveitin Móa and the Vinylistics starfaði á árunum 1999 og 2000 en sveitin mun hafa verið stofnuð upp úr Vínyl (Vinyl) en breytti um nafn þegar Móa (Móeiður Júníusdóttir) gekk til liðs við hana. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristinn Júníusson bassaleikari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari bræður Móu, Arnar Guðjónsson gítarleikari og Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari.…

Móðins [2] – Efni á plötum

Móðins [2] – Móðins Útgefandi: Móðins Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Láttu mig í friði 2. Hvernig líður þér 3. Horfðu á mig 4. Kaffivélin 5. Einn 6. Ekki nokkur skapaður hlutur 7. Soltinn 8. Ruglu sull Flytjendur: Orri [?] – trommur Gísli [?] – söngur og gítar Birgir [?] – bassi og raddir

Mónakó (1978-79)

Hljómsveitin Mónakó (Monaco) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1978 til 79 og lék þá aðallega á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Mónakó voru Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari, Guðmundur Torfason söngvari (síðar þekktur knattspyrnumaður), Hávarður [Tryggvason bassaleikari?] og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1978 og virðist hafa verið hætt störfum í…

Móðir Jörð (1994-97)

Sönghópur starfaði innan Söngsmiðjunnar á árunum 1994 til 97 undir nafninu Móðir Jörð en hópurinn sérhæfði sig í gospelsöng. Um var að ræða tuttugu manna hóp og söng hann víðs vegar um land undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Móðir Jörð sem gekk jafnframt undir nöfnunum Sönghópur Móður Jarðar og Gospelhópur Söngsmiðjunnar, starfaði fram á vorið…

Móðir (1993)

Hljómsveitin Móðir starfaði sumarið 1993 og var þá meðal fjölmargra rokksveita sem komu fram á tónleikum á vegum óháðu listarhátíðarinnar Ólétt ´93 í Faxaskála. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit, þ.m.t. meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Mr. Maggó – Efni á plötum

Mr. Maggó – Bokkan [snælda] Útgefandi: PVF útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Ég er PVF. 2. Eðlilegt hjónaband 3. Út og inn 4. Við tvö 5. Risa búbbur 6. Þú veist 7. Sveittur og skítugur 8. Barmstóra barstúlkan Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Mr. Maggó – Gullbokkan [ep] Útgefandi: PVF útgáfan Útgáfunúmer: Pvf…

Mr. Maggó (1995-96)

Mr. Maggó var eins konar eins manns hljómsveit Magnúsar Óskars Hafsteinssonar sem hann starfrækti samhliða því að spila á trommur með pönksveitinni Örkuml. Mr. Maggó sendi frá sér annars vegar átta laga kassettu árið 1995 í takmörkuðu upplagi undir nafninu Bokkan og ári síðar kom út sjö tommu vínylplatan Gullbokkan sem innihélt fjögur lög, hún…

Móri [1] (1995)

Hljómsveitin Móri keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit með sitt djass- og fönkskotna rokk. Meðlimir Móra voru þeir Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Kristjánsson bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari.

Mósaík [1] (1993-96)

Hljómsveitin Mósaík (Mosaik) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar er hún keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar en meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra yngstu sem þar hafa keppt. Segja má að hluti sveitarinnar hafi síðar orðið að stórum nöfnum í íslensku tónlistarlífi. Mósaík var stofnuð haustið 1993 af Benedikt Hermanni Hermannssyni (Benna Hemm…

Mórall (1983)

Hljómsveitin Mórall var skammlíft verkefni starfandi vorið 1983, sem líkast til lék einungis í eitt skipti opinberlega – sem eitt af upphitunarböndunum fyrir The Fall sem hér hélt tónleika í Austurbæjarbíói. Meðlimir Mórals voru allir þekktir úr pönk- og nýbylgjusenunni, en þeir voru Bubbi Morthens söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Kormákur Geirharðsson trommuleikari, Mike Pollock gítarleikari…

MR kvartett (1952-53)

Veturinn 1952-53 var starfræktur söngkvartett innan Menntaskólans í Reykjavík, meðlimir hans voru Jóhann Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Árni Björnsson og Ólafur Jens Pétursson en ekki liggja fyrir upplýsingar um raddskipanina. Konráð Bjarnason æfði þá félaga í byrjun en Baldur Kristjánsson tók síðan við því hlutverki, Sigurður Jónsson annaðist yfirleitt undirleik fyrir kvartettinn sem kom fram í…

Afmælisbörn 20. nóvember 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fertugur og á því stórafmæli. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik…