Mr. Maggó (1995-96)

Mr. Maggó var eins konar eins manns hljómsveit Magnúsar Óskars Hafsteinssonar sem hann starfrækti samhliða því að spila á trommur með pönksveitinni Örkuml.

Mr. Maggó sendi frá sér annars vegar átta laga kassettu árið 1995 í takmörkuðu upplagi undir nafninu Bokkan og ári síðar kom út sjö tommu vínylplatan Gullbokkan sem innihélt fjögur lög, hún fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu. Á síðarnefndu útgáfunni mun Heimir Björgúlfsson hafa verið Magnúsi til aðstoðar og jafnvel einnig Helgi Þórsson en engar upplýsingar finnast hins vegar um flytjendur á kassettunni.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Mr. Maggó.

Efni á plötum