Móðins [1] (1988-91)

Móðins frá Grindavík

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Móðins (einnig nefnd Móðir Óðins) en hún starfaði í Grindavík í kringum 1990 og var skipuð ungmennum á grunn- eða menntaskólaaldri.

Sveitin var um tíma sextett, vorið 1988 var Sólný Pálsdóttir söngvari hennar sem og Bergur Þór Ingólfsson, einnig gæti Júlíus Daníelsson hafa sungið með sveitinni en allar upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar sem og hljóðfæraskipan.

Móðins starfaði eitthvað fram á árið 1991 að minnsta, sveitin lék mestmegnis í heimabyggð en einnig t.d. á höfuðborgarsvæðinu.