MR kvartett (1952-53)

MR-kvartettinn

Veturinn 1952-53 var starfræktur söngkvartett innan Menntaskólans í Reykjavík, meðlimir hans voru Jóhann Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Árni Björnsson og Ólafur Jens Pétursson en ekki liggja fyrir upplýsingar um raddskipanina.

Konráð Bjarnason æfði þá félaga í byrjun en Baldur Kristjánsson tók síðan við því hlutverki, Sigurður Jónsson annaðist yfirleitt undirleik fyrir kvartettinn sem kom fram í þó nokkur skipti þann tíma sem hann starfaði.

Söng MR kvartettsins, alls tólf lög má heyra á plötunni Söngkvartettar sem var hluti af Útvarpsperlu-seríu Ríkisútvarpsins og kom út árið 2002.