Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson (1957-82)

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson

Einn allra vinsælasti útvarpsþáttur allra tíma í Ríkisútvarpinu var Morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar og Magnúsar Pétursson en hann þótt mörgum ómissandi þáttur í daglegri rútínu fólks.

Þættirnir voru ekki fyrsta tilraunin í þá áttina hjá Ríkisútvarpinu en bæði Valdimar Sveinbjörnsson og Benedikt Jakobsson höfðu verið með sambærilega þætti í fáeina mánuði hvor, Valdimar árið 1934 og Benedikt nokkru síðar. Það var svo árið 1957 sem Valdimari Örnólfssyni íþróttakennara var falið að annast morgunleikfimiþátt og hann fékk píanóleikarann Magnús Pétursson til liðs við sig, taldi réttilega að tónlistin myndi lífga upp á leikfimina.

Svo fór að Morgunleikfimi þeirra Valdimars og Magnúsar sló í gegn og varð feikilega vinsælt útvarpsefni. Þættinum stjórnuðu þeir í aldarfjórðung eða allt til vorsins 1982 að þeim fannst komið nóg og kominn tími á yngri útvarpsraddir, Jónína Benediktsdóttir tók þá við keflinu.

Nokkru eftir að síðasti Morgunleikfimi-þátturinn fór í loftið sendu þeir Valdimar og Magnús frá sér kassettu sem hafði að geyma klukkustundar efni af leikfimi-æfingum undir stjórn Valdimars við undirleik Magnúsar. Um var að ræða þrjá tíu mínútna þætti með úrvali úr þáttunum, og hins vegar þrjátíu mínútna þátt sem tók á helstu þáttum líkamans. Kassettan kom út í þúsund eintökum.

Efni á plötum