X-izt (1984-95)

Hljómsveitin X-izt (X-ist) starfaði í fjölmörg ár á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og lék hefðbundið melódískt gamaldags þungarokk við fremur góðan orðstír, sveitin reyndi fyrir sér um nokkurra mánaða skeið í Bandaríkjunum en náði þó ekki að landa útgáfusamningi vestra eins og markmiðið var. Sveitin hafði starfað í nokkur ár í bílskúrnum áður…

X-izt – Efni á plötum

Exizt – After midnight Útgefandi: Exizt Útgáfunúmer: EX 001 Ár: 1992 1. Exizt 2. After midnight 3. Stars edge 4. We are the winners 5.The good ol´days 6. Birds of prey 7. Child 8. Magical ride 9. Heartbeat honey Flytjendur: Guðlaugur Falk – gítarar Eiður Örn Eiðsson – söngur og raddir Jón Guðjónsson – bassi…

X-ið (1990)

Árið 1990 starfaði í Kópavogi hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu X-ið, en þá um vorið varð sveitin í þriðja sæti hæfileikakeppni sem haldin var í bænum, og hlaut í verðlaun konfektkassa. Meðlimir X-sins voru þeir Carl Carlsson, Karl Guðmundsson og Kolbeinn Marteinsson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða hversu lengi hún starfaði.

X-bandið [2] (1986)

Hljómsveit sem lék undir stjórn Árna Scheving í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins vorið 1986, bar nafnið X-bandið. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðra meðlimi sveitarinnar en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

X-bandið [1] (1928-31)

X-bandið mun hafa verið fyrsta hljómsveitin sem starfaði á Akureyri en það var á árunum 1928-31. Sveitin var nefnd „jazz orkester“ í fjölmiðlum þess tíma en merking þess orðs var þá nokkuð víðari en síðar varð, og því vart hægt að tala um djasshljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1928 og voru meðlimir hennar í upphafi…

Böðvar Guðmundsson – Efni á plötum

Böðvar Guðmundsson og Kristinn Sigmundsson – Þjóðhátíðarljóð 1974 [ep] Útgefandi: Samtök herstöðvaandstæðinga Útgáfunúmer: SH SH1 Ár: 1974 1. Lofsöngur 2. Þess vegna er þjóðin mín sæl 3. Kanakokteill 4. Vel varið land h.f. 5. Varðbergssöngur Flytjendur: Böðvar Guðmundsson – söngur, gítar, klavikord og hljómborð Kristinn Sigmundsson – gítar Böðvar Guðmundsson – Það er engin þörf…

Böðvar Guðmundsson (1939-)

Böðvar Guðmundsson er öllu þekktari rithöfundur og þýðandi en tónlistarmaður en þó liggur eftir hann breiðskífa með eigin lögum, auk fimm laga smáskífu. Böðvar er fæddur á Kirkjubóli í Hvítarsíðu 1939, sonur Guðmundar Böðvarssonar skálds. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og cand. mag. námi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Böðvar fékkst nokkuð…

Bændur og búalið (1987)

Hljómsveit undir nafninu Bændur og búalið var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Bændakvartettinn (1976-96)

Bændakvartettinn starfaði í um tvo áratugi á síðari hluta 20. aldar í Gaulverjabæjarhreppi. Meðlimir kvartettsins voru þeir Gunnar E. Þórðarson fyrsti tenór, Þormóður Sturluson annar tenór, Jón G. Tómasson fyrsti bassi og Jóhannes Guðmundsson annar bassi. Pálmar Þ. Eyjólfsson var stjórnandi Bændakvartettsins sem var stofnsettur árið 1976 og starfaði í um tvo áratugi. Tvö lög…

Bölvar og Ragnar (?)

Hljómsveitin Bölvar og Ragnar starfaði á einhverjum tímapunkti, hugsanlega í kringum 1990 en hún innihélt m.a. söngvarann Ragnar Gunnarsson (oft nefndur Raggi Sót) sem þekktastur er sem söngvari Skriðjökla frá Akureyri. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit, hverjir aðrir skipuðu hana, hvenær, hversu lengi og hvar hún starfaði, og væru þær því vel þegnar.

Bölmóður (1992-93)

Hljómsveitin Bölmóður frá Keflavík starfaði um tveggja ára skeið og var nokkuð virk í tónleikahaldi á Suðurnesjunum. Sveitin virðist hafa verið stofnuð 1992 og lék þá m.a. á M-hátíð í Grindavík en vorið 1993 tók hún þátt í Músíktílraunum Tónabæjar. Meðlimir Bölmóðs voru þá Arnar Vilbergsson Hammond-orgelleikari, Kristinn Jónsson gítarleikari, Pálmar Guðmundsson bassaleikari, Ólafur Freyr…

Hljómsveit/ir Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Prestó (1992-93)

Hljómsveitin Prestó var starfrækt um skeið í Vestmannaeyjum, á árunum 1992 og 93. Sveitin lék blandaða tónlist og var fyrst og fremst ballhljómsveit, og varð reyndar svo fræg að leika á litla pallinum á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Meðlimir Prestó voru Þórarinn Ólason söngvari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari, Henry Erlendsson bassaleikari og…

Afmælisbörn 5. febrúar 2019

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag í Glatkistunni: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) er sextíu og níu ára gamall í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut…