Bændakvartettinn (1976-96)

Bændakvartettinn starfaði í um tvo áratugi á síðari hluta 20. aldar í Gaulverjabæjarhreppi.

Litlar upplýsingar er að finna um Bændakvartettinn, og aðeins liggur fyrir nafn eins þeirra, Jóns G. Tómassonar. Ekki er ólíklegt að einhverjar mannabreytingar hafi átt sér stað innan kvartettsins meðan hann starfaði.

Pálmar Þ. Eyjólfsson var stjórnandi Bændakvartettsins sem var stofnsettur árið 1976 og starfaði í um tvo áratugi. Tvö lög komu út með kvartettnum á plötu Pálmars, Sólnætur, en hún kom út 1993.

Frekari upplýsingar um Bændakvartettinn má senda Glatkistunni.