Valdimar J. Auðunsson – Efni á plötum

Ástartöfrar: lög Valdimars J. Auðunssonar harmóníkuleikara í flutningi ýmissa listamanna – ýmsir Útgefandi: Afkomendur Valdimars J. Auðunssonar Útgáfunúmer: VJA 001 Ár: 1996 1. Bryndís S. Valdimarsdóttir – Ástartöfrar 2. Björgvin Ploder – Ráðskonuræll 3. Berglind Björk Jónasdóttir – Haust 4. Grettir Björnsson og Grétar Geirsson – Sunnudagskvöld 5. Gísli Magnússon – Vegna minninganna 6. Söngsystur…

Valdimar J. Auðunsson (1914-90)

Valdimar Auðunsson var kunnur harmonikkuleikari og lagahöfundur hér á árum áður, og reyndar hefur eitt laga hans orðið sígilt í meðförum Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri. Valdimar Jónsson Auðunsson (f. 1914) var frá Dalseli í Vestur-Eyjafjallahreppi og var einn fjölmargra systkina sem flest voru músíkölsk. Hann komst fyrst í kynni við harmonikku á æskuheimili sínu í…

Vallasex (1986)

Hljómsveit sem bar nafnið Vallasex var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Valgarður Guðjónsson (1959-)

Valgarður Guðjónsson söngvari Fræbbblanna var eitt helsta andlit íslensku pönksenunnar um og eftir 1980 en sveitin er enn starfandi. Valgarður Þórir Guðjónsson (f. 1959) bjó í Kópavoginum og í Menntaskólanum í Kópavogi urðu Fræbbblarnir til þegar hann og nokkrir félagar hans lentu upp á kant við rektor og ákváðu að vera með skemmtiatriði á Myrkramessu…

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Efni á plötum

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Morgunleikfimi 3×10 mínútur 2. Morgunleikfimi 30 mínútur Flytjendur: Valdimar Örnólfsson – stjórnar morgunleikfimi Magnús Pétursson – píanó

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson (1957-82)

Einn allra vinsælasti útvarpsþáttur allra tíma í Ríkisútvarpinu var Morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar og Magnúsar Pétursson en hann þótt mörgum ómissandi þáttur í daglegri rútínu fólks. Þættirnir voru ekki fyrsta tilraunin í þá áttina hjá Ríkisútvarpinu en bæði Valdimar Sveinbjörnsson og Benedikt Jakobsson höfðu verið með sambærilega þætti í fáeina mánuði hvor, Valdimar árið 1934 og…

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden – Efni á plötum

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden – Kettlingar Útgefandi: PS músík Útgáfunúmer: PS91042 / PS 91041 Ár: 1991 1. Kettir 2. Miðja heimsins 3. Kikkstart 4. Ég vil ekki neitt 5. Allt er kalt 6. Draumar 7. Blessaður 8. Það sem er 9. Í litlum bæ 10. Hrønn Flytjendur: Valdimar Örn Flygenring – gítar, munnharpa,…

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden (1991)

Hljómsveitin Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden starfaði í um eitt ár árið 1991 og sendi frá sér eina plötu. Hendes verden var hugarfóstur Valdimars Arnar Flygenring leikara og hálfgert sólóverkefni en hún var stofnuð í upphafi ársins 1991 og var þá tríó, Halldór Lárusson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari skipuðu þá sveitina með Valdimari…

Valskórinn [2] – Efni á plötum

Valur – Léttir í lund [ep] Útgefandi: Valur Útgáfunúmer: Valur 001 Ár: 1981 1. Litla flugan 2. Valsmenn léttir í lund 3. Fótatröllin 4. Valsmannastuðið Flytjendur: Björgvin Halldórsson – söngur Stebbi Stuðari [Halldór Einarsson?] – söngur Valskórinn og Stuðararnir – söngur Kristinn Svavarsson – tenór saxófónn Gunnlaugur Briem – trommur Eyþór Gunnarsson – hljómborð Jennifer…

Valskórinn [2] (um 1980-87)

Upplýsingar um Valskór sem starfaði á níunda áratug 20. aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að hann var til árið 1980 og ári síðar kom hann við sögu á plötunni Léttir í lund, sem knattspyrnufélagið Valur gaf út í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þar kyrjaði kórinn lagið Valsmenn léttir í lund, sem…

Valskórinn [1] (um 1940-55)

Fáar heimildir er að finna um Valskór þann sem mun hafa starfað á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar innan knattspyrnufélagsins Vals. Kórinn söng í útvarpi árið 1941 og tveimur árum síðar var hann enn starfandi. Valskórinn er einnig auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð Vals árið 1955 en engar upplýsingar er að finna um stjórnanda…

Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…

Valli og víkingarnir (1982)

Snemma vors 1982 birtist í plötubúðum tveggja laga sjö tomma með hljómsveitinni Valla og víkingunum sem enginn þekkti deili á. Annað lagið, Úti alla nóttina (sem var upphaflega sænskur slagari) varð strax þokkalega vinsælt (og heyrist reyndar stöku sinnum ennþá spilað á útvarpsstöðvunum) en hitt lagið, Til í allt vakti minna athygli. Platan fékk ágæta…

Valskórinn [3] (1993-)

Blandaður kór hefur verið starfandi innan knattspyrnufélagsins Vals frá árinu 1993 og er líkast til eini starfandi kór innan íþróttafélags hérlendis. Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og voru félagar hans í upphafi um þrjátíu manns, en sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðast. Margir meðlima kórsins hafa verið lengi í honum en einnig hefur orðið…

Afmælisbörn 20. febrúar 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er hvorki meira né minna en sjötug í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…