Vampiros (1997-2003)

Fremur litlar upplýsingar finnast um fönksveitina Vampiros sem lék instrumental tónlist en hún átti rætur sínar að rekja til Dalvíkur. Sveitin var stofnuð 1997 og gekk í fyrstu undir nafninu Vampiros lesbos, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnþór Benediktsson bassaleikari, Andrés Benediktsson trommuleikari (bræður), Hörður Hermann Valsson gítarleikari og Stefán [?] hljómborðleikari. Benedikt Brynleifsson trommuleikari (200.000…

Valur Emilsson (1947-2011)

Söngvarinn og gítarleikarinn Valur Emilsson úr Keflavík kom við sögu í tveimur vinsælum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en var lítið viðloðandi tónlist að öðru leyti. Valur Emilsson (f. 1947) vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Óðmönnum (hinum fyrri) sem stofnuð var í Keflavík um áramótin 1965-66, þar var hann gítarleikari en sveitin…

Varðeldasöngvar skáta – Efni á plötum

Varðeldasöngvar skáta [ep] Útgefandi: Skátafélag Reykjavíkur / Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH45 1013 Ár: 1962 1. Varðeldasöngvar 1 2. Varðeldasöngvar 2 Flytjendur: Skátaflokkur – söngur Pálmar Ólason – undirleikur

Varðeldasöngvar skáta (1961)

Árið 1961 kom út lítil plata gefin út af Skátafélagi Reykjavíkur og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, en hún hafði að geyma varðeldasöngva sungna af skátaflokki undir stjórn og undirleik Pálmars Ólasonar. Engar frekari upplýsingar er að finna um flokkinn og þær eru mjög af skornum skammti á plötuumslagi. Efni á plötum

Varðeldakórinn – Efni á plötum

Varðeldakórinn – Skátasöngvar: Varðeldakórinn syngur 25 vinsæl skátasöngva Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 148 / 808 Ár: 1981 1. Göngusöngvar: Hæ, meiri söng og yndi / Þegar vorsólin leikur um vangana á mér: þýskt þjóðlag 2. Þegar sólin og vorið á veginum hlær 3. Dagsins besta melódí 4. Gleðisöngvar: Með sól í hjarta / Sjá, vetur…

Varðeldakórinn (1981)

Varðeldakórinn var ekki starfandi kór en ein plata leit þó dagsins ljós með honum. Það var Svavar Gests sem hafði veg og vanda af útgáfu plötu Varðeldakórsins en hann var skipaður tíu röddum úr Silfurkórnum sem naut mikilla vinsælda á árunum 1977 til 80, Svavar hafði sjálfur verið skáti á sínum yngri árum. Platan kom…

Varð (1998)

Hljómsveitin Varð var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og lenti þar reyndar í öðru sæti. Sveitin átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir Varð voru Hallvarður Ásgeirsson söngvari og gítarleikari, Jón Indriðason trommuleikari, Georg Bjarnason bassaleikari og Brynjar M. Ottósson gítarleikari.

Vanir menn að austan (1990)

Allar upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Vanir menn að austan, sem starfaði árið 1990, væru vel þegnar. Þessi sveit lék á tónleikum á Norðfirði sem haldnir voru undir merkjum Rokkskóga-átaksins sem þá var í gangi, en hugsanlegt er að hún hafi verið sett saman fyrir þá tónleika einvörðungu.

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Vei (1999)

Hljómsveitin Vei var starfandi árið 1999 og tók það árið þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Sveitin komst í úrslit keppninnar og endaði í þriðja sæti, og komu því út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar, starfstíma né annað og er því hér með…

Vá! (1983)

Hljómsveitin Vá! var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Fræbbblunum þegar sú sveit hætti störfum vorið 1983. Vá! starfaði í nokkra mánuði um vorið og sumarið en lagði síðan upp laupana eftir einhverjar mannabreytingar. Megnið af meðlimum Fræbbblanna munu hafa verið í sveitinni framan en í síðustu útgáfu hennar voru Stefán Guðjónsson trommuleikari, Steinþór Stefánsson bassaleikari,…

Vaxmyndasafnið (1965)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Akureyri árið 1965 undir nafninu Vaxmyndasafnið. Tveir bræður voru meðal meðlima en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Vaxandi (1986-87)

Hljómsveitin Vaxandi starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1986-87, hún var skipuð ungum meðlimum um og innan við tvítugt og var stofnuð upp úr hljómsveitinni Presleyvinafélaginu sem aftur hafði verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Árbæjar og Breiðholts. Tveir meðlimir Vaxandi urðu þjóðþekktir söngvarar. Meðlimir sveitarinnar munu hafa komið víða að, úr Árbænum, Breiðholtinu og Kópavogi en alls voru þeir…

Varúð (1970)

Hljómsveitin Varúð starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og lék nokkuð á dansleikjum, mest líklega þó hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var sextett og meðlimir hennar voru Erlingur H. Garðarsson bassaleikari, Hreiðar Sigurjónsson saxófón- og klarinettuleikari, Pétur S. Hallgrímsson trommuleikari, Ásgeir Valdimarsson gítarleikari, Smári Haraldsson orgelleikari og Sigrún Sigmarsdóttir söngkona. Drífa Kristjánsdóttir tók sæti Sigrúnar…

Varnaglarnir (1987)

Varnaglarnir var hljómsveit sett saman snemma árs 1987 í tilefni af átaki Landlæknisembættisins gegn eyðnismiti, sveitin mun þó ekki hafa komið fram opinberlega heldur einungis tekið upp eitt lag sem hlaut nafnið Vopn og verjur. Í laginu var hvatt til smokkanotkunar til að sporna gegn eyðnismiti og samhliða því voru gefin út veggspjöld þar sem…

Veiran (1969)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um sumarið og haustið 1969 undir nafninu Veiran. Sveitin er í tvígang auglýst í fjölmiðlum, annars vegar á dansleik í Kópavogsbíói, hins vegar í Tónabæ, en engar heimildir finnast um meðlimi Veirunnar.

Afmælisbörn 28. febrúar 2019

Afmælisbörnin eru þrjú á þessum síðasta degi febrúarmánaðar: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á…