Vá! (1983)

Vá!

Hljómsveitin Vá! var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Fræbbblunum þegar sú sveit hætti störfum vorið 1983.

Vá! starfaði í nokkra mánuði um vorið og sumarið en lagði síðan upp laupana eftir einhverjar mannabreytingar. Megnið af meðlimum Fræbbblanna munu hafa verið í sveitinni framan en í síðustu útgáfu hennar voru Stefán Guðjónsson trommuleikari, Steinþór Stefánsson bassaleikari, Vilborg Halldórsdóttir söngkona og Sigurður Dagsson gítarleikari en Ólafur Páll Sigurðsson kom einnig eitthvað fram með sveitinni og las upp ljóð