Vagnsbörn – Efni á plötum

Vagnsbörn – Hönd í hönd: Uppáhaldslögin hans pabba Útgefandi: Septa Útgáfunúmer: Septa 415 Ár: 1991 1. Segðu ekki nei 2. Syrpa: Kostervalsinn / Síldarvalsinn / Vertu sæl mey 3. Vinarkveðja 4. Elvan mín bláa 5. Heyr mitt ljúfasta lag 6. Næturljóð 7. Jalousie 8. Hvítir mávar 9. Á heimleið 10. Syrpa: Í Bolungarvíkinni / Ljúfa…

Vagnsbörn (1991-)

Vagnsbörn (einnig nefnd Vagnsbörnin að vestan) er hópur systkina frá Bolungarvík sem sent hefur frá sér tvær plötur, en hluti hópsins kom einnig að jólaplötu (margmiðlunardiski) fyrir börn. Systkinin voru sjö að tölu og höfðu öll komið að tónlist með einum eða öðrum hætti – fjögur þeirra, Haukur, Pálína, Soffía og Hrólfur þó sínu mest…

Vaka [1] (1981)

Hljómsveit að nafni Vaka (einnig nefnd Vaka og Erla) starfaði á Akureyri um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1981. Svo virðist sem sveitin hafi verið stofnuð í upphafi árs með það eitt að vera húshljómsveit í Sjallanum á Akureyri og þar lék hún til vors. Meðlimir Vöku voru Guðmundur Meldal trommuleikari, Dagmann Ingvason hljómborðsleikari,…

Valborg Einarsson (1883-1969)

Valborg Einarsson var dönsk sópransöngkona og píanóleikari sem setti svip sinn á íslenskt tónlistarlíf um árabil á fyrri hluta síðustu aldar. Valborg (f. Valborg Inger Elisabeth Hellemann) fæddist í Frederikshavn í Danmörku en ólst upp í Kaupmannahöfn. Hún var um sex ára aldur þegar hún hóf að leika eftir eyranu á píanó sem faðir hennar…

Vala Bára (1936-2006)

Söngkonan Vala Bára (Valgerður Bára Guðmundsdóttir) er ekki meðal þeirra þekktustu í íslensku tónlistarlífi en hún söng um árabil með hljómsveitum á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins. Vala Bára fæddist í Bolungarvík 1936 og bjó þar fram til sextán ára aldurs þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hún var nítján ára gömul þegar hún hóf að…

Vaka [2] (1983)

Hljómsveitin Vaka starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og lék mestmegnis frumsamið efni. Sveitin, sem starfaði í Hafnarfirði var stofnuð í janúar eða febrúar 1983 og starfaði fram á sumarið. Meðlimir Vöku voru þeir Gylfi Már Hilmisson söngvari og gítarleikari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari, Jón Þór Gíslason söngvari og hljómborðsleikari og Sigurgeir…

X-moll (um 1987)

Keflvíska hljómsveitin X-moll mun hafa verið starfandi um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar en hún innihélt meðlimi á grunnskólaaldri. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög takmarkaðar, þó liggur fyrir að Veigar Margeirsson var í henni en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar. Hljómsveitin 16 bleikar blöðrur var stofnuð upp úr X-moll.

X-menn (1967)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveitina X-menn sem starfaði á Suðurnesjunum á tímum bítla og blómabarna, hugsanlega í Keflavík. Sveitin var ný af nálinni haustið 1967 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðal meðlima hennar voru Sigurður Björgvinsson og Siguróli Geirsson sem voru þeir sem lengst störfuðu með sveitinni, en tíðar mannabreytingar…

X-Jón (1984)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem var starfandi vorið 1984, og lék þá á einum tónleikum að minnsta kosti. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit mætti senda Glatkistunni.

XD3 (1991-2003)

Hljómsveitin XD3 var um tíma áberandi í tónlistarlífinun á Héraði en sveitin starfaði í á annan áratug. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari, Jónas Þór Jóhannsson harmoniikkuleikari og Ragnar Þorsteinsson trommuleikari. Segja má að XD3 hafi haldist fremur illa á gítarleikunum en tveimur árum…

XAF (1982-83)

Veturinn 1982-83 var í Kópavogi starfandi hljómsveit skipuð meðlimum á grunnskólaaldri, undir nafninu XAF. XAF varð ekki langlíf en meðlimir hennar voru Flosi Þorgeirsson bassaleikari og söngvari, Guðjón Þór Baldursson trommuleikari og Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék nýbylgjurokk en helsta ástæða þess að hún liðaðist í sundur var ágreiningur um stefnu hennar,…

The X-youth (1996)

Dúettinn The X-youth kom fram í nokkur skipti vorið 1996 á öldurhúsum borgarinnar. Það voru þeir Finnbogi M. Ólafsson söngvari og gítarleikari og Sveinn Kjartansson gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.

X-tríóið (1986-92)

X-tríóið (X-tríó) starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið á síðari hluta síðustu aldar, flutti blöndu af frumsömdu og blönduðu efni í anda Ríó tríósins og annarra álíka sveita, og lagði áherslu á léttleika á skemmtunum sínum. Tríóið af stofnað haustið 1986 og voru meðlimir þess í upphafi Gunnar Þórisson bassaleikari, Sigurður Þórisson gítar- og…

X-rated (1992)

Hljómsveitin X-rated eða Richard Scobie & X-rated var sveit sett saman til að kynna sólóplötu söngvarans Richards Scobie fyrir jólin 1992 en hún bar einmitt titilinn X-rated. Meðlimir hennar auk Richards voru John Sörensen gítarleikari, Brad Doan trommuleikari, Bergur Birgisson bassaleikari og Yann Chamberlain, sá síðast taldi var reyndar sá eini félaganna sem hafði komið…

Xplendid – Efni á plötum

Xplendid – Lokið hurðinni [ep] Útgefandi: Tóný Útgáfunúmer: Tóný-002 Ár: 1987 1. Hjá þér 2. Augu barns 3. Kvenfólk 4. Fílaða ekki Flytjendur: Rúnar Þór Pétursson – [?] Jón Ólafsson – [?] Sigurgeir Sigmundsson – [?] Rafn Jónsson – [?] Lárus Grímsson – [?]

Xplendid (1986-87)

Hljómsveitin Xplendid (X-plendid) starfaði á árunum 1986 og 87 og gaf út fjögurra laga smáskífu sem fór reyndar ekki hátt. Xplendid var í raun sama sveit og önnur sem bar nafnið Kynslóðin og gekk undir því nafni þegar hún lék á skemmtistaðnum Hollywood, meðlimir sveitanna beggja voru þeir Rúnar Þór Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir…

Xerox (1993-94)

Upplýsingar um hljómsveitina Xerox eru afar takmarkaður en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1993 og 94. Meðal meðlima Xerox voru Fróði Finnsson, Bogi Reynisson og Gunnar Óskarsson en ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu sveitina með þeim. Xerox átti lag á safnplötunni Núll og nix: ýkt fjör.

XD3 – Efni á plötum

Í skýjunum: Harmoníkufélag Héraðsbúa, lagakeppni 1996 – ýmsir Útgefandi: Harmoníkufélag Héraðsbúa Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Sunnan golan 2. Haustminning 3. Happ þig hendi 4. Frissi fríski 5. Þú 6. Stella 7. Tango í G moll 8. Kvöldstund 9. Heima er best 10. Parísardraumur 11. Fagra veröld 12. Í Svartaskógi Flytjendur: Tatu Kantomaa –…

Xport (1984-85)

Xport var stofnuð sem húshljómsveit á Skansinum í Vestmannaeyjum haustið 1984, og þar lék hún fram að áramótum. Meðlimir sveitarinnar voru Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og söngvari, Ragnar Sigurjónsson trommuleikari og Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari. Eftir áramótin 1984-85 lék Xport víða uppi á landi en var einnig með annan fótinn…

Afmælisbörn 13. febrúar 2019

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir…