Vaka [2] (1983)

Vaka

Hljómsveitin Vaka starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og lék mestmegnis frumsamið efni.

Sveitin, sem starfaði í Hafnarfirði var stofnuð í janúar eða febrúar 1983 og starfaði fram á sumarið. Meðlimir Vöku voru þeir Gylfi Már Hilmisson söngvari og gítarleikari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari, Jón Þór Gíslason söngvari og hljómborðsleikari og Sigurgeir Grímsson hljómborðsleikari.

Svo virðist sem annar hljómborðsleikari hafi verið í upphafi og er nafn hans ýmist sagt vera Þorsteinn Grétarsson eða Sigsteinn Grétarsson, frekari upplýsingar óskast um hann.