Frændur (1975-76)

Dúettinn Frændur (líka kallaðir Frændurnir) komu fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum 1975 og 76 en dúettinn skipuðu þeir frændur og samstarfsmenn úr hljómsveitinni Dögg, Jón Þór Gíslason og Ólafur Halldórsson. Frændurnir fluttu frumsamda tónlist við söng og gítarundirleik í anda Magnúsar og Jóhanns.

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Vaka [2] (1983)

Hljómsveitin Vaka starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og lék mestmegnis frumsamið efni. Sveitin, sem starfaði í Hafnarfirði var stofnuð í janúar eða febrúar 1983 og starfaði fram á sumarið. Meðlimir Vöku voru þeir Gylfi Már Hilmisson söngvari og gítarleikari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari, Jón Þór Gíslason söngvari og hljómborðsleikari og Sigurgeir…

Bogart (1985-87)

Hljómsveitin Bogart spilaði töluvert á dansstöðum borgarinnar 1985 til 87 en náði aldrei að verða meira en ballsveit. Sveitin var stofnuð vorið 1985 upp úr hljómsveitinni Fjörorku og meðlimir hennar, Jón Þór Gíslason söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Ívar Sigurbergsson gítarleikari hófu fljótlega að leika á dansstöðum á…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Dada [1] (1987-88)

Dada var ein þeirra hljómsveita sem spratt fram á sjónarsviðið með bylgju nýrómantískra strauma um og eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var skammlíf. Hljómsveitin var stofnuð vorið 1987 og var lengst af tríó, meðlimir Dada voru Ívar Sigurbergsson hljómborðs- og gítarleikari og Jón Þór Gíslason söngvari en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni…

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Fjörefni (1977-78)

Hljómsveitin Fjörefni naut nokkurra vinsælda síðari hluta áttunda áratugarins en var svolítið sér á báti, mest fyrir að vera aðallega hljóðverssveit. Sveitin varð til eiginlega óvart þegar þeir félagar úr hljómsveitinni Dögg (sem var nokkuð áberandi um tíma), Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson voru að huga að sólóplötum, hvor í sínu lagi árið 1977.…

Fjörefni – Efni á plötum

Fjörefni – A+ Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 019 Ár: 1977 1. Hraðferð stuð-leið 2. Ljón og vog 3. Á Halló 4. Með (söng) lögum skal land byggja 5. Hrein torg, fögur borg 6. Farandverkamaður 7. Þú 8. Í Læralæk 9. Disco dans 10. Meiri sól Flytjendur Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Tryggvi J. Hübner – gítarar…