Frændur (1975-76)

Frændur

Dúettinn Frændur (líka kallaðir Frændurnir) komu fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum 1975 og 76 en dúettinn skipuðu þeir frændur og samstarfsmenn úr hljómsveitinni Dögg, Jón Þór Gíslason og Ólafur Halldórsson.

Frændurnir fluttu frumsamda tónlist við söng og gítarundirleik í anda Magnúsar og Jóhanns.