Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Fuss (um 1984)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gæti hafa verið starfandi í kringum 1984, og bar nafnið Fuss. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan.

Funny bone (1993)

Hljómsveitin Funny bone var ein fjölmargra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sem haldin var sumarið 1993. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög af skornum skammti og því er óskað eftir þeim, hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan o.s.frv.

The Fun kids (1996)

Unglingahljómsveit undir nafninu The Fun kids starfaði vorið 1996 og lék þá á tónleikum í Hafnarfirði sem báru yfirskriftina Kaktus ´96. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan en líklegt hlýtur að teljast að hún hafi verið hafnfirsk.

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf. Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.

Future sound of Keflavík (1999)

Hljómsveit sem bar heitið Future sound of Keflavík starfaði í Keflavík haustið 1999 og var þá skráð til leiks í hljómsveitakeppnina Rokkstokk 1999, sem haldin var þar í bæ. Sveitin var ekki meðal þeirra sem áttu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfar keppninnar en ekki liggur fyrir hvort ástæðan var…

Fussumsvei (1998 / 2022)

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunir. Hátt í aldarfjórðungur leið þar til Fussumsvei lét…

Færibandið [3] (1998-2000)

Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…

Færibandið [2] (1997-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…

Færibandið [1] (1989)

Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sunnlensk sveit undir þessu nafni árið 1989. Glatkistan óskar eftir öllum tiltækum upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hvar hún starfaði, hversu lengi, hverjir voru meðlimir hennar og hver…

Færibandið [4] (2004)

Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins  voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 14. apríl 2021

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…