Íslandsklukkur [safnplöturöð] (1994-96)

Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Rafn Jónsson sendu sumarið 1994 frá sér safnplötu í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins Íslands en platan bar heitið Íslandsklukkur. Á henni var að finna fjölda laga sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við í gegnum tíðina s.s. þjóðlög, rímur og dægurlög allt frá þrettándu öld til nútímans en einnig nýja…

Íslandsklukkur [safnplöturöð] – Efni á plötum

Íslandsklukkur – ýmsir Útgefandi: MR music Útgáfunúmer: MR – 94 Ár: 1994 1. Íslandsklukkur 2. Bergþór Pálsson – Á Sprengisandi 3. Voces Thules – Dýravísur 4. Eggert Pálsson, Magnús Þór Sigmundsson og Kristjana Stefánsdóttir – Ólafur liljurós 5. Voces Thules – Ísland farsælda frón 6. Ragnar Davíðsson – Íslandsljóð 7. Voces Thules – Tröllaslagur 8.…

Ézú (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði um eða upp úr 1990, spilaði tónlist í þyngri kantinum og gekk undir nafninu Ézú (líklega ritað með þessum hætti).

Ég skaut frænda minn með tívolíbombu (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Ég skaut frænda minn með tívolíbombu var að öllum líkindum skammlíf sveit, stofnuð sérstaklega fyrir tónlistarkeppnina Viðarstauk ´88, sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri. Af þessu má ætla að sveitin hafi verið starfandi innan skólans. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað…

Fölu frumskógardrengirnir (1985-86)

Fölu frumskógardrengirnir var tríó þriggja ásláttaleikara sem kom fram í fjölmörg skipti 1985 og 86, m.a. á afmælishátíð Þjóðviljans ásamt fjölda tónlistarmanna, menningarhátíðinni N‘ART ´86, útihátíð í Atlavík og víðar. Það voru þeir Sigtryggur Baldursson, Pétur Grétarsson og Abdou Dhour sem skipuðu Fölu frumskógardrengina.

Færibandið [6] (2010)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Færibandið á Norðfirði árið 2010. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan o.fl. sem að gagni kemur.

Færibandið [5] (2004)

Árið 2004 var hljómsveit starfandi innan Marels í Hafnarfirði undir nafninu Færibandið. Meðlimir sveitarinnar voru starfsmenn fyrirtækisins en upplýsingar vantar um þá sem og hljóðfæraskipan.

Ísdiskar [útgáfufyrirtæki] (1994-98)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) starfrækti útgáfufyrirtækið Ísdiska í nokkur ár undir lok síðustu aldar og gaf út fáeina plötutitla undir þeim merkjum en Pétur Grétarsson var titlaður útgáfustjóri þar. Útgáfan starfaði frá árinu 1994 til 98, og gaf fyrst út nokkrar djasstengdar plötur undir útgáfuröðinni Jazzís, m.a. með Sigurði Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni, Guðmundi Ingólfssyni…

Írafár [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Írafár og starfaði í skamman tíma haustið 1998. Írafár, sem lagði einkum áherslu á írska þjóðlagatónlist mun hafa verið ósátt við aðra sveit með sama nafni sem hafði verið stofnuð fáeinum mánuðum fyrr en sú hljómsveit varð fljótlega eftir þetta mjög áberandi á ballmarkaðnum. Ekki liggur þó fyrir…

Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Föss (1993)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Föss og mun hafa innihaldið m.a. þá Georg Hólm bassaleikara og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikara sem síðar urðu meðlimir Sigur rósar sem var stofnuð 1994, hér er því giskað á að Föss hafi verið starfandi um 1993. Óskað er eftir nánari upplýsingum um starfstíma Föss, auk upplýsinga um aðra meðlimi…

Ískórinn (1988-)

Ískórinn svokallaði er kór sem starfræktur hefur verið um árabil í samfélagi Íslendinga í Osló í Noregi. Kórinn var stofnaður 1988 og gekk framan af undir nafninu Kór Íslendingafélagsins í Osló og síðar Kór Íslendinga í Osló en hin síðari ár hefur hann gengið undir Ískórs-nafninu. Svo virðist sem Ískórinn hafi ekki starfað alveg samfleytt…

Fullt hús gesta (1987)

Hljómsveitin Fullt hús gesta starfaði vorið 1987 og kom þá fram í sjónvarpsþættinum Rokkarnir geta ekki þagnað. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Óli Jón Jónsson gítarleikari, Halldór Bachmann söngvari og hljómborðsleikari og Svanur Kristbergsson bassaleikari en enginn fastur trommuleikari lék með henni. Halldór Lárusson var hins vegar fenginn inn sem session-trommari fyrir sjónvarpsþáttinn. Ekki liggur fyrir…

Afmælisbörn 21. apríl 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fimmtugur í dag og á því stórafmæli. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…