Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97.

Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar.

Þegar skólaárinu lauk og félagarnir fóru hver í sína áttina stofnuðu Rangæingarnir Árni Þór og Hreimur hljómsveitina Land og syni en Árnesingarnir Guðmundur Karl, Baldvin og Leifur settu Ofl á laggirnar. Báðar þær sveitir gerðu það gott í kjölfarið og sérstaklega Land og synir.