Írafár [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Írafár og starfaði í skamman tíma haustið 1998.

Írafár, sem lagði einkum áherslu á írska þjóðlagatónlist mun hafa verið ósátt við aðra sveit með sama nafni sem hafði verið stofnuð fáeinum mánuðum fyrr en sú hljómsveit varð fljótlega eftir þetta mjög áberandi á ballmarkaðnum. Ekki liggur þó fyrir hvort sveitin starfaði stutt eða tók sér annað nafn í staðinn.

Hugsanlega var Írafár eitthvað tengd hljómsveitinni Snæfríði og stubbunum sem þá hafði starfað í Þorlákshöfn um árabil.