Boogie knights (2001-)

engin mynd tiltækBoogie knights er hliðarverkefni nokkurra þekktra tónlistarmanna úr poppgeiranum. Sveitin hefur verið starfandi frá 2001 og kemur saman við góð tækifæri en meðlimir hennar hafa verið Sigurður Rúnar Samúelsson (Írafár o.fl.) bassaleikari, Arngrímur Fannar Haraldsson (Skítamórall) gítarleikari, Jóhann Bachmann (Skítamórall, Írafár o.fl.) trommuleikari og fleiri, Herbert Viðarsson bassaleikari mun einnig hafa leikið með sveitinni um tíma.

Boogie knights sendi frá sér lagið Sumarmót, sem er íslenskun á lagi Leif Garret I was made for dancing, þar syngur Birgitta Haukdal með sveitinni en óvíst er hvort hún hafi verið meðlimur í sveitinni.