Funkmaster 2000 – Efni á plötum

Funkmaster 2000 – Á Vegamótum Útgefandi: Suð Útgáfunúmer: Suð02 Ár: 1998 1. Chank 2. Chameleon 3. Peggy 4. Funky miracle 5. The pusherman 6. Hottentott 7. Cantaloupe Island 8. Live wire / It’s about that time Flytjendur: Ómar Guðjónsson – gítar Hannes Helgason – hljómborð Kristján Orri Sigurleifsson – bassi Sverrir Þór Sævarsson – trommur…

Funkmaster 2000 (1998-)

Hljómsveitin Funkmaster 2000 starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og gaf þá út eina plötu með ábreiðu-efni. Þrátt fyrir að lítið hafi spurst til sveitarinnar hin síðustu ár er varla við hæfi að segja hana hætta störfum því sveitir á borð við hana spretta oft upp aftur, hún kom til að mynda…

Frændkórinn (1991-2004)

Frændkórinn var um margt merkilegur kór en hann var eins og nafn hans gefur til kynna kór sem eingöngu var skipaður venslafólki. Hann starfaði í hartnær fimmtán ár og sendi frá sér eina plötu. Kórinn sem var blandaður mun hafa verið stofnaður sumarið 1991 í tengslum við ættarmót afkomenda hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur…

Fræmundur sóði (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Fræmundur sóði starfaði á Hellu á Rangárvöllum í kringum 1990, líklega 1991. Meðlimir Fræmundar sóða voru þeir Davíð Guðjónsson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari, Guðjón Jóhannsson trommuleikari og Sigurjón Gunnarsson söngvari. Sveitin var fremur skammlíf.

Frugg (1972)

Progghljómsveitin Frugg var skammlíf sveit sem varð til vorið 1972 þegar Rifsberja lagðist í dvala um tíma. Það voru þeir Þórður Árnason gítarleikari, Gylfi Kristinsson söngvari, Jón Kristinn Cortes bassaleikari, Karl J. Sighvatsson orgelleikari og Þorvaldur Rafn Haraldsson trommuleikari sem skipuðu Frugg. Sveitin lék m.a. á tónleikum um páskana 1972 þar sem þeir félagar fluttu…

Fuga (2000-01)

Hljómsveitin Fuga (einnig ritað Fúga) starfaði á höfuðborgarsvæðinu upp úr síðustu aldamótum. Fuga var stofnuð í upphafi árs 2000 en sveitina skipuðu bræðurnir Pétur Jóhann gítarleikari og Ágúst Arnar Einarssynir gítarleikara sem höfðu þá um tíma starfrækt dúettinn Pornopop, og Hallgímur Jón Hallgrímsson trommuleikari og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari sem komu úr Bee spiders úr…

Fudd (1996)

Hljómsveitin Fudd starfaði á Akureyri vorið 1996 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin keppti þá í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 og var gítarleikari sveitarinnar, Kristján Örnólfsson kjörinn besti gítarleikari keppninnar. Jens Ólafsson, síðar kenndur við Toy machine, Brain police og fleiri sveitir var söngvari Fudd en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar.

Frævan (1984)

Vorið 1984 starfaði hljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Frævan. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem varðar hana.

Frænka hreppstjórans (1991-2005)

Hljómsveit að nafni Frænka hreppstjórans starfaði um alllangt skeið að Laugum í Reykjadal þar sem hjónin Björn Þórarinsson skólastjóri tónlistarskólans á staðnum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir tónlistarkennari bjuggu. Þau höfðu áður starfað með fjölda hljómsveita á Suðurlandi. Sveitin var stofnuð í árslok 1990 og var í upphafi tríó þeirra hjóna og Ólafs Arngrímssonar skólastjóra grunnskólans…

Frændur (1975-76)

Dúettinn Frændur (líka kallaðir Frændurnir) komu fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum 1975 og 76 en dúettinn skipuðu þeir frændur og samstarfsmenn úr hljómsveitinni Dögg, Jón Þór Gíslason og Ólafur Halldórsson. Frændurnir fluttu frumsamda tónlist við söng og gítarundirleik í anda Magnúsar og Jóhanns.

Frændkórinn – Efni á plötum

Frændkórinn – Hin fjölstofna eik Útgefandi: Frændkórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 1. Ljósar nætur 2. Nú vinir og frændur 3. Svalar lindir 4. Jesú heill míns hjarta 5. Ave verum corpus 6. Maríukvæði 7. Hjá lygnri móðu 8. Rúnaslagur 9. Sýn mér sólarfaðir 10. Sofðu rótt 11. Capri Katarína 12. Vor í Vaglaskógi 13.…

Fullveldiskórinn (1978)

Sönghópur eða kór sem gekk undir nafninu Fullveldiskórinn söng nokkur lög á hátíðarhöldum í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember 1978. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu stór hann var eða hver stjórnaði honum en líklegt er að hann hafi verið settur saman eingöngu fyrir þessa einu uppákomu.

FullTime 4WD (1994)

Hljómsveitin FullTime 4WD kom úr Kópavoginum og var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994. Sveitin komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja keppninnar á eftir sigurvegurunum í Maus og Wool sem varð í öðru sæti. Meðlimir FullTime 4WD voru Hlynur Aðils Vilmarsson trommuleikari, Halldór Geirsson hljómborðsleikari,…

Fugl (1990)

Hljómsveitin Fugl virðist hafa verið skammlíf sveit starfrækt á Akureyri vorið 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Siggi [?] gítarleikari og Gummi [?] trommuleikari. Upplýsingar óskast um þau föðurnöfn sem vantar.

Afmælisbörn 7. apríl 2021

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og sex ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…