Fullveldiskórinn (1978)

Sönghópur eða kór sem gekk undir nafninu Fullveldiskórinn söng nokkur lög á hátíðarhöldum í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember 1978.

Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu stór hann var eða hver stjórnaði honum en líklegt er að hann hafi verið settur saman eingöngu fyrir þessa einu uppákomu.