Fræbbblarnir (1978-83 / 1996-)

Hljómsveitin Fræbbblarnir er klárlega skýrasta andlit pönktímabilsins á Íslandi sem má segja að hafi staðið yfir um tveggja og hálfs árs skeið en pönkið sem að mestu var sótt til Bretlands hafði þá þegar liðið undir lok þar í landi þannig að Íslendingar fóru að mestu á mis við hið eiginlega breska pönk. Fræbbblarnir höfðu…

Fræbbblarnir – Efni á plötum

Fræbbblarnir – False death [ep] Útgefandi: Limited edition records Útgáfunúmer: Take3 Ár: 1979 1. False death 2. True death 3. Summer (k)nights Flytjendur: Valgarður Guðjónsson – söngur Stefán Guðjónsson – trommur Þorsteinn Hallgrímsson – bassi og raddir Dagný Ólafsdóttir Zoëga – söngur Ríkharður Friðriksson – gítar               Fræbbblarnir –…

Frostrósir [1] (um 1965)

Hljómsveitin Frostrósir starfaði um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar vestur á Skarðsströnd og telst að öllum líkindum vera fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar. Frostrósir voru stofnaðar sumarið 1964 og voru meðlimir sveitarinnar þrjár, þær Ingibjörg K. Kristinsdóttir harmonikkuleikari, Ólöf Guðmundsdóttir harmonikkuleikari og Camilla Friðborg Kristjánsdóttir píanóleikari – líklega sungu þær allar en þær voru allar komnar á…

Frostmark (um 1972-73)

Hljómsveitin Frostmark starfaði við Héraðsskólann á Laugarvatni snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1972 og 73. Meðlimir Frostmarks voru þeir Guðmundur Einarsson bassaleikari, Leifr Leifs Jónsson hljómborðsleikari (sonur Jóns Leifs tónskálds), Jens Kristján Guðmundsson söngvari, Viðar Júlí Ingólfsson trommuleikari og Ari [?] gítarleikari. Gunnar Herbertsson tók við af Ara gítarleikara og Jón…

Frostbite – Efni á plötum

Frostbite – The second coming Útgefandi: One little indian Útgáfunúmer: TPLP666 CD / TPLP666 / COCY 75800 Ár: 1993 1. Sorrow 2. Loose my mind 3. Frostbite 4. Bar tender 5. Depressed 6. Sand 7. Only the light 8. Goldfish Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – söngur, trompet og gítar Hilmar Örn Hilmarsson – annar hljóðfæraleikur…

Frostbite (1992-94)

Tónlistarmennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Einar Örn Benediktsson hafa stundum starfað saman og meðal annars undir nafinu Frostbite, á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Samstarf þeirra undir því nafni mun hafa hafist árið 1992 þegar þeir fóru í hljóðver og tóku upp átta lög sem þeir skilgreindu sjálfir sem eins konar danstónlist, breska söngkona…

Frú Roosevelt segir frá (1993)

Heimildir eru afar takmarkaðar um hljómsveit á Akureyri, starfandi 1993, sem bar nafnið Frú Roosevelt segir frá en sveitin lék það sumar á tónleikum nyrðra. Glatkistan óskar því eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt efni tengt henni.

Frumskógaredda (1991)

Hljómsveitin Frumskógaredda starfaði um skamman tíma sumarið 1991 og lék þá m.a. á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Loftárás á Seyðisfjörð, sem haldin var í Reykjavík. Frumskógaredda hafði verið stofnuð um vorið 1991 upp úr Út úr blánum þegar mannabreytingar urðu í þeirri sveit en meðlimir voru þau Laurie Driver trommuleikari, Ósk Óskarsdóttir söngkona…

Frumraun [2] (1992)

Hljómsveitin Frumraun starfaði í Sandgerði árið 1992, hún var skipuð meðlimum á unglingsaldri og lék þá um haustið á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við M-hátíð á Suðurnesjunum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Frumraun [1] (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Frumraun á Norðfirði sem starfaði í kringum 1990, allavega 1991 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma. Að öllum líkindum var Sigurður [Óli? Ólafsson?] meðal meðlima Frumraunar en sveitin er sögð hafa verið undanfari Ævintýris Hans og Grétars, sem keppti í Músíktilraunum vorið 1993. Meðlimir þeirrar sveitar voru…

Fróði Finnsson (1975-94)

Tónlistarmaðurinn Fróði Finnsson vakti töluverða athygli á stuttri ævi sinni en þegar hann lést aðeins nítján ára gamall hafði hann komið við sögu nokkurra hljómsveita sem voru framarlega í þeirri í rokksenu í þyngri kantinum sem var um það leyti að springa út um og upp úr 1990. Fróði fæddist sumarið 1975 en hann var…

Frostrósir [2] (1978-80)

Ballhljómsveit sem bar nafnið Frostrósir starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega 1978 til 80. Sveitin er sérstök að því leyti að tónlist hennar þróaðist í allt aðra átt og varð síðar að nýbylgjusveit í drungalegri kantinum sem bar nafnið Þeyr. Frostrósir var stofnuð upp úr sveit sem bar nafnið Hattímas en í þeirri sveit voru þeir Sigurður…

Fræ [1] (1974-76)

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76. Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?]. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega…

Frúrnar þrjár og Fúsi (1954-55)

Söng- og skemmtiflokkurinn Frúrnar þrjár og Fúsi fór um landið tvö sumur með skemmtidagskrá um miðjan sjötta áratug liðinnar aldar, 1954 og 55. Það voru leikkonurnar Áróra Halldórsdóttir, Emilía Jónasdóttir og Nína Sveinsdóttir sem skipuðu flokkinn ásamt tónskáldinu og píanóleikaranum Sigfúsi Halldórssyni en hópurinn fór af stað snemma sumars 1954 með skemmtidagskrá um landið, fyrst…

Afmælisbörn 31. mars 2021

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2021

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og sex ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2021

Þrjú afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og sjö ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2021

Þrjú afmælisbörn (öll látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af…

Afmælisbörn 27. mars 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru fjögur talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést 2017. Jón  (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp…

Afmælisbörn 26. mars 2021

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og sjö ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Frummenn (1970 / 2004-06)

Hljómsveitin Frummenn spratt fram á sjónarsviðið sumarið 2005 með nokkru írafári en þegar betur var að gáð kom í ljós að þar var á ferðinni upprunaleg útgáfa Stuðmanna sem hafði ekki komið saman í þrjátíu og fimm ár. Forsaga sveitarinnar er sú að þeir Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon, Ragnar Danielsen og Gylfi Kristinsson tróðu…

Frummenn – Efni á plötum

Frummenn – Tapað / Fundið: Hinir upprunalegu Stuðmenn Útgefandi: Reykjavik Music Útgáfunúmer: RR 404 Ár: 2006 1. A sunny day 2. Into the night 3. Transcontinental 4. Whene I‘m not with you 5. Teenage love 6. Left right 7. Drive on 8. Sentimental 9. School of love 10. Talking 11. Here we go again 12.…

Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Frost [1] (1981-82)

Upplýsingar óskast um ballhljómsveit sem að líkindum starfaði í Borgarfirði á árunum 1981 og 82 að minnsta kosti. Vitað er að sveitin lék á Jörfagleði-dansleik í Búðardal 1981 og á Akranesi 82 en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hversu lengi hún starfaði, hverjir skipuðu hana o.s.frv.

Frogs (1999)

Dúettinn Frogs birtist skyndilega haustið 1999 með plötu í farteskinu en þar reyndist vera á ferð Gunnar Bjarni Ragnarsson gítarleikari og lagahöfundur sem hafði gert garðinn með Jet Black Joe (og Jetz) nokkrum árum fyrr, ásamt söngkonunni Karólínu Helgu Eggertsdóttur (Karó). Frogs (sem stóð fyrir Free range overground) starfaði þó ekki lengi, kom fram í…

Frogs – Efni á plötum

Frogs – The Invincible Frogs Planet Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: ST. 029 CD Ár: 1999 1. She said, She said 2. Reverse 3. Christ mess 4. Love 5. Desire 6. Lutrug 7. SanPetro 8. Mushroom pie 9. Falling Flytjendur: Gunnar Bjarni Ragnarsson – allur hljóðfæraleikur Karólína Helga Eggertsdóttir – söngur

Froskar og fiðrildi [1] (1994)

Árið 1994 var hljómsveit starfandi á Selfossi eða nágrenni undir nafninu Froskar og fiðrildi, þessi rokksveit lék eitthvað á dansleikjum og tónleikum en var líklega ekki langlíf. Meðlimir Froska og fiðrilda munu hafa verið bræðurnir Ólafur Ólason söngvari og Árni Ólason bassaleikari, Rikki [?] gítarleikari og Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæi o.fl.) en þannig var sveitin…

The Froggs (1985)

The Froggs var hljómsveit sem líklega var sett saman fyrir eitt gigg, tónleikauppákomu sem útgáfufyrirtækið Grammið stóð fyrir í Djúpinu við Hafnarstræti sumarið 1985. Sveitin var skipuð fimm meðlimum sem gengu undir dulnefnunum Sperma, Gnirk, Konráð, Nitsirk og Nord M, og hafa þeir án nokkurs vafa verið þekktir tónlistarmenn og hluti af Gramm-genginu. Hér er…

Frogadog (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Frogadog og var að öllum líkindum starfandi seint á síðustu öld, líkast til árið 1998 eða um það leyti. Árni [?] gæti hafa verið bassaleikari þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana.

Frjóvgun (1978)

Hljómsveitin Frjóvgun starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1978 og var skipuð meðlimum á barnsaldri. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar, fyrir liggur að Ásgeir Sæmundsson (Geiri Sæm) var einn meðlima hennar en upplýsingar vantar um aðra. Þessi sveit ku hafa verið undanfari hljómsveitarinnar Exodus (sem var skipuð tónlistarfólki sem síðar átti eftir að starfa í…

Frískamín (1998)

Á Fljótsdalshéraði starfaði hljómsveit rétt fyrir síðustu aldamót, skipuð ungmennum, undir nafninu Frískamín. Meðlimir þessarar sveitar voru þau Þröstur Indriðason [?], Sindri Sigurðsson [?], Aðalsteinn Sigurðarson [?], Rúnar Árdal [?] og Sigríður Sigurðardóttir [?]. Einnig komu stundum fram með sveitinni Margrét Guðgeirsdóttir hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Baldursson gítarleikari og Árni Þór Steinarsson gítarleikari. Frískamín mun hafa…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frílyst (1981-91)

Hljómsveitin Frílyst (einnig nefnd Frílist) starfaði í um áratug og var afkastamikil á árshátíðasviðinu og þess konar samkomum, sveitin lék þó einnig á sveitaböllum og skemmtistöðum eins og Klúbbnum. Frílyst kemur kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1981 og var þá sögð vera að norðan en önnur heimild segir sveitina vera úr Reykjavík, á tímabili…

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – Efni á plötum

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði Útgefandi: Fríkirkjan í Hafnarfirði Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Guð, sem gefur lífið 2. Hallelúja 3. Ég er lífsins brauð 4. Umvafin englum 5. Megi gæfan þig geyma Flytjendur: Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – söngur undir stjórn Arnar Arnarsonar Kristín Erna Blöndal – einsöngur Örn Arnarson – gítar…

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði (1913-)

Kór hefur verið starfandi við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á aðra öld þótt upplýsingar liggi ekki fyrir nákvæmlega um hvenær hann var stofnaður eða hvort hann hefur starfað alveg samfleytt, í þessari umfjöllun er gert ráð fyrir að hann hafi starfað frá stofnun kirkjunnar árið 1913 en Fríkirkjan var fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði.…

Freikorps (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líklega lék tilraunakennda tónlist, og starfaði árið 1991 undir nafninu Freikorps. Afar takmarkaðar heimildir eru til um þessa sveit en hún lék á útitónleikum ásamt Reptilicus í grjótnámu í Öskjuhlíðinni um haustið 1991, óskað er eftir upplýsingum um starfstíma sveitarinnar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 24. mars 2021

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og níu ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2021

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona úr Hafnarfirði er þrjátíu og níu ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið áberandi í sönglagakeppnum…

Afmælisbörn 22. mars 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og sjö ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

Afmælisbörn 21. mars 2021

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og átta ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…

Afmælisbörn 20. mars 2021

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2021

þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og níu ára í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima…

Afmælisbörn 18. mars 2021

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og níu ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Friðryk (1980-82)

Hljómsveitin Friðryk starfaði um skeið í upphafi níunda áratugarins, sveitin sem var í rokkaðri kanti þess tíma án þess þó að vera þungarokk var skipuð reynsluboltum af kynslóð poppara áttunda áratugarins sem var bendluð við skallapopp – e.t.v. var sveitin stofnuð til þess að afsanna skallapoppsímyndina því hún reyndi fremur að samsama sig flokki nýrrar…

Friðryk – Efni á plötum

Friðryk – Friðryk Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-150 / SG-810 Ár: 1981 1. Hádegisbardagar 2. Fyrir og eftir vopnahlé 3. Friðryk 4. Bræðralag 5. Þú 6. Lóndrangadjamm 7. Í kirkju 8. Á ballið 9. Myrkur 10. Trommuskiptajöfnuður 11. Ástin 12. Póker Flytjendur: Pálmi Gunnarsson – söngur og bassi Pétur Hjaltested – hljómborð og söngur Tryggvi Hübner…

Fríkirkjukórinn í Reykjavík (1899-2012)

Fríkirkjan í Reykjavík var stofnuð haustið 1899 og líklega hefur verið starfandi kór við kirkjuna frá upphafi og nokkuð samfleytt, á ýmsu hefur þó gengið og hefur þurft að endurstofna kórinn að minnsta kosti tvívegis. Fríkirkjan var sem fyrr segir stofnuð rétt um aldamótin 1900 og fljótlega var hús byggt við Reykjavíkurtjörn sem enn stendur.…

Fríður Sigurðardóttir – Efni á plötum

Fríður Sigurðardóttir og Halla Soffía Jónsdóttir – Ætti ég hörpu Útgefandi: Harpa Útgáfunúmer: HARPA1 Ár: 1994 1. Ætti ég hörpu 2. Vorljóð 3. Þú sem eldinn átt í hjarta 4. Svefnljóð 5. Í fjarlægð 6. Flickan kom 7. Svarta rosor 8. Móðir María 9. Sunnudagsmorgunn 10. Sólseturljóð 11. Fagurt er á sumrin 12. Vögguljóð 13.…

Fríður Sigurðardóttir (1944-2000)

Fríður Sigurðardóttir var sópran söngkona  sem lét drauma um söngnám sitt rætast komin á miðjan aldur, hún gaf einnig út plötu í samstarfi við aðra söngkonu. Fríður Sigurðardóttir fæddist vorið 1944 í Dölunum en fluttist ung til Reykjavíkur þar sem hún bjó sína ævi eftir það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um söng- eða tónlistaruppeldi hennar…

Fríða sársauki (1990-92)

Hljómsveitin Fríða sársauki starfaði um ríflega tveggja ára skeið í byrjun tíunda áratugarins og vakti nokkra athygli fyrir frumsamið efni, plata kom þó aldrei út með sveitinni þótt hún væri í undirbúningi. Sveitin var stofnuð haustið 1990 en kom í raun ekki fram á sjónarsviðið fyrr en vorið 1991 þegar hún hélt sína fyrstu tónleika.…