Friðrik Guðni Þórleifsson (1944-92)

Nafn Friðriks Guðna Þórleifssonar kemur víða við í íslenskri tónlist, hann ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur reif upp tónlistarlífið í Rangárvallasýslu með aðkomu sinni að Tónlistarskóla Rangæinga, orti fjölda texta og ljóða sem sum hver lifa enn ágætu lífi, og kom sjálfur að tónlistarflutningi með margvíslegum hætti. Friðrik Guðni varð ekki langlífur en hann lést…

Friðrik Þór Friðriksson (1954-)

Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson er auðvitað flestum kunnur fyrir aðkomu sína að íslenskri kvikmyndagerð en hann hefur gert kvikmyndir frá því á menntaskólaárum sínum, og kemur tónlist heldur betur við sögu í mörgum þeirra. Friðrik Þór er Reykvíkingur, fæddur 1956. Hann mun um miðjan sjöunda áratuginn (þá um tíu ára aldur) hafa verið í hljómsveit…

Fresh [2] (1997)

Hljómsveit að nafni Fresh starfaði á Akranesi innan Fjölbrautaskóla Vesturlands, og tók haustið 1997 þátt í tónlistarkeppni nemendafélags skólans sem það árið gekk undir nafninu Frostrokk 1997. Sveitin sigraði þá keppni og átti í kjölfarið tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997, sem gefin var út á vegum nemendafélagsins vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau Óli…

Friðrik Friðriksson [2] (1949-)

Friðrik Friðriksson fyrrum sparisjóðsstjóri á Dalvík getur vart annað en talist menningarfrömuður í bænum en hann kom mikið að því að efla hvers kyns menningarstarf þar auk þess að gefa út plötur með fólki úr héraðinu. Friðrik Reynir Friðriksson er fædddur á Dalvík 1949 og lék hann á trommur með nokkrum hljómsveitum á sínum yngri…

Friðrik Bjarnason (1880-1962)

Friðrik Bjarnason mætti með réttu kalla föður hafnfirsks tónlistarlífs en hann kom að stofnun og stjórnun fjölmargra kóra í bænum, gegndi organistastörfum og söngkennslu auk þess að semja fjöldann allan af sönglögum sem margir þekkja. Friðrik fæddist á Stokkseyri haustið 1880 og bjó þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Hann hafði snemma áhuga á tónlist…

Fressmenn [2] (2002)

Árið 2002 starfaði pöbbaband á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Fressmenn, svo virðist sem þar hafi jafnvel verið á ferðinni dúett með skemmtara. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Fressmenn [1] (1991-92)

Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994. Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar…

Fress (1984)

Vorið 1984 kom fram djasshljómsveit sem gekk undir nafninu Fress. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar, starfstíma o.s.frv. og er því óskað hér með eftir þeim.

Friðrik XII (1992-93)

Hljómsveitin Friðrik XII var stórsveit sem lék bæði rokk og djass og starfandi árin1992 og 93, sveitin kom fram í fjölmörg skipti þann tíma, m.a. á Gauki á Stöng og þess konar samkomustöðum. Friðrik XII (Friðrik tólfti) var stofnuð sumarið 1992 en kom ekki fram opinberlega fyrr en í ársbyrjun 1993 og þá undir nafninu…

Friðrik Theodórsson (1937-2014)

Friðrik Theodórsson stóð í framlínu djassmenningu Íslendinga um árabil og hélt að nokkru leyti utan um djasstónlistarlíf hérlendis með skeleggri framgöngu sinni en hann var einnig hljóðfæraleikari og söngvari. Friðrik var fæddur í Reykjavík 1937, lauk verslunarprófi og starfaði víða á ferli sínum s.s. hjá Sambandinu en lengst af þó hjá heildverslun Rolf Johansen. Hann…

Friðrik Jónsson (1915-97)

Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum var kunnur harmonikkuleikari og lagahöfundur sem samdi nokkur lög sem allflestir þekkja, hann gegndi stöðu organista í fjölmörgum kirkjum samfellt í hartnær fimmtíu ár. Friðrik Jónsson (f. 1915) var fæddur og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu og bjó þar raunar lungann úr ævinni, hann flutti inn til Húsavíkur árið…

Friðrikskór [1] (?)

Upplýsingar óskast um karlakór sem starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar undir stjórn Friðriks Bjarnasonar en hann var áberandi í tónlistarlífi bæjarins um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hvenær nákvæmlega þessi kór starfaði en Friðrik var búsettur í Hafnarfirði frá 1908, ekki er um að ræða Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (sem gekk…

Afmælisbörn 10. mars 2021

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…