Friðrikskór [1] (?)

Upplýsingar óskast um karlakór sem starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar undir stjórn Friðriks Bjarnasonar en hann var áberandi í tónlistarlífi bæjarins um árabil.

Engar upplýsingar er að finna um hvenær nákvæmlega þessi kór starfaði en Friðrik var búsettur í Hafnarfirði frá 1908, ekki er um að ræða Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (sem gekk einnig undir þessu nafni) og að öllum líkindum ekki heldur um að ræða Karlakórinn Þresti, sem Friðrik stjórnaði lengi.

Gagnlegar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.