Afmælisbörn 30. apríl 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þeir eru báðir látnir: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2021

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og sjö ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Íslandstónar [safnplöturöð] (1996-98)

Íslandstóna-röðin getur strangt til tekið varla talist safnplötusería þar sem hinir sömu þrír sjá að mestu leyti um hljóðfæraleik á þremur plötum í seríunni sem komu út á árunum 1996 til 98. Það var Torfi Ólafsson sem var maðurinn á bak við Íslandstóna, gaf plöturnar út og samdi fjölmörg lög sem fóru á plöturnar þrjár,…

Íslandslög [safnplöturöð] (1991-)

Íslandslög er safnplötusería sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem vinsæll kostur fyrir áhugafólk sem ann eldri íslenskri tónlist í flutningi vinsælla söngvara í léttum poppútsetningum. Söngvarar eins og Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Björgvin Halldórsson (sem jafnframt hefur haldið utan um útgáfuna) hafa…

Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg. Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir…

Íslendingakórinn í Bergen (1999)

Kór var starfandi meðal Íslendinga í Bergen (Björgvin) í Noregi árið 1999, undir nafninu Íslendingakórinn í Bergen. Kórinn var að öllum líkindum skammlífur og ekki finnast upplýsingar um hver stjórnaði honum, hversu marga meðlimi hann hafði eða hvort hann söng opinberlega. Nokkru síðar var stofnaður kór sem kallaður var Sönghópurinn Björgvin, í borginni.

Íslendingakórinn í Stafangri (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslendingakórinn í Stafangri í Noregi en hann var þar starfandi árið 2001. Ekki liggur fyrir hversu lengi sá kór starfaði, hver stjórnaði honum eða hvort hann söng opinberlega.

Íslendingakórinn í Lúxemborg (1996-97)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem starfaði meðal innan Íslendingafélagsins í Lúxemborg undir nafninu Íslendingakórinn í Lúxemborg árin 1996 og 97 að minnsta kosti. Um var að ræða blandaðan kór sem innihélt þrjátíu og fimm manns en Ferenc Utassy var stjórnandi hans þessi tvö ár.

Íslendingakórinn í Hollandi (1996-2001)

Árið 1996 var stofnaður kór Íslendinga í Hollandi, sá kór var í einhverjum samstarfi við Íslendingafélagið þar í landi en var þó ekki beintengdur því félagi. Kórinn, sem gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi starfaði árin 1996 og 97 undir stjórn Snorra [?] og árið 2001 var Rúnar Óskarsson stjórnandi kórsins, líklega æfði hann í…

Íslendingakórinn í Hamborg (1988)

Kór sem bar nafnið Íslendingakórinn í Hamborg, starfaði þar í borg árið 1988 en var líklega skammlífur. Það var Hilmar Örn Agnarsson sem stjórnaði kórnum en hann var þá við nám í Þýskalandi. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Íslendingakórinn í Brussel (1994)

Árið 1994 mun hafa verið starfandi kór undir nafninu Íslendingakórinn í Brussel, innan Íslendingasamfélagsins í Brussel í Belgíu. Engar upplýsingar aðrar en hér að ofan finnast um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Íslendingakórinn í Berlín (1993-94)

Kór Íslendinga búsettir í Berlín í Þýskalandi var starfræktur árið 1993 og 94, hugsanlega var hann starfandi frá 1992. Stjórnandi kórsins, sem hét einfaldlega Íslendingakórinn í Berlín, var Júlíana Rún Indriðadóttir en frekari upplýsingar finnast ekki um þennan kór eða starfsemi hans.

Íslandstónar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Íslandstónar: Í útsetningum fyrir panflautu, flautu og gítar – ýmsir Útgefandi: Lag og ljóð Útgáfunúmer: L&L 002 Ár: 1996 1. Hvert örstutt spor 2. Systkinin 3. Í draumi sérhvers manns 4. Þú eina hjartans yndið mitt 5. Kvöldvísa 6. Apríl 7. Sofðu unga ástin mín 8. Til þín 9. Í musterinu 10. Ave Maria 11.…

Afmælisbörn 28. apríl 2021

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og níu ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Afmælisbörn 26. apríl 2021

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og eins árs gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Afmælisbörn 25. apríl 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2021

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og eins árs gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2021

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Músíktilraunir 2021

Músíktilraunir eru á næsta leiti en keppnin hefur verið haldin síðan 1982 – þó með tveimur undantekningum, annars vegar árið 1984 þegar kennaraverkfall kom í veg fyrir keppnina og svo hins vegar í fyrra þegar Covid-faraldurinn skall á af fullum þunga. Keppnin hefur verið kjörinn stökkpallur ungs og efnilegs tónlistarfólks og meðal þeirra hljómsveita sem…

Afmælisbörn 22. apríl 2021

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og fimm ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Íslandsklukkur [safnplöturöð] (1994-96)

Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Rafn Jónsson sendu sumarið 1994 frá sér safnplötu í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins Íslands en platan bar heitið Íslandsklukkur. Á henni var að finna fjölda laga sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við í gegnum tíðina s.s. þjóðlög, rímur og dægurlög allt frá þrettándu öld til nútímans en einnig nýja…

Íslandsklukkur [safnplöturöð] – Efni á plötum

Íslandsklukkur – ýmsir Útgefandi: MR music Útgáfunúmer: MR – 94 Ár: 1994 1. Íslandsklukkur 2. Bergþór Pálsson – Á Sprengisandi 3. Voces Thules – Dýravísur 4. Eggert Pálsson, Magnús Þór Sigmundsson og Kristjana Stefánsdóttir – Ólafur liljurós 5. Voces Thules – Ísland farsælda frón 6. Ragnar Davíðsson – Íslandsljóð 7. Voces Thules – Tröllaslagur 8.…

Ézú (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði um eða upp úr 1990, spilaði tónlist í þyngri kantinum og gekk undir nafninu Ézú (líklega ritað með þessum hætti).

Ég skaut frænda minn með tívolíbombu (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Ég skaut frænda minn með tívolíbombu var að öllum líkindum skammlíf sveit, stofnuð sérstaklega fyrir tónlistarkeppnina Viðarstauk ´88, sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri. Af þessu má ætla að sveitin hafi verið starfandi innan skólans. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað…

Fölu frumskógardrengirnir (1985-86)

Fölu frumskógardrengirnir var tríó þriggja ásláttaleikara sem kom fram í fjölmörg skipti 1985 og 86, m.a. á afmælishátíð Þjóðviljans ásamt fjölda tónlistarmanna, menningarhátíðinni N‘ART ´86, útihátíð í Atlavík og víðar. Það voru þeir Sigtryggur Baldursson, Pétur Grétarsson og Abdou Dhour sem skipuðu Fölu frumskógardrengina.

Færibandið [6] (2010)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Færibandið á Norðfirði árið 2010. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan o.fl. sem að gagni kemur.

Færibandið [5] (2004)

Árið 2004 var hljómsveit starfandi innan Marels í Hafnarfirði undir nafninu Færibandið. Meðlimir sveitarinnar voru starfsmenn fyrirtækisins en upplýsingar vantar um þá sem og hljóðfæraskipan.

Ísdiskar [útgáfufyrirtæki] (1994-98)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) starfrækti útgáfufyrirtækið Ísdiska í nokkur ár undir lok síðustu aldar og gaf út fáeina plötutitla undir þeim merkjum en Pétur Grétarsson var titlaður útgáfustjóri þar. Útgáfan starfaði frá árinu 1994 til 98, og gaf fyrst út nokkrar djasstengdar plötur undir útgáfuröðinni Jazzís, m.a. með Sigurði Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni, Guðmundi Ingólfssyni…

Írafár [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Írafár og starfaði í skamman tíma haustið 1998. Írafár, sem lagði einkum áherslu á írska þjóðlagatónlist mun hafa verið ósátt við aðra sveit með sama nafni sem hafði verið stofnuð fáeinum mánuðum fyrr en sú hljómsveit varð fljótlega eftir þetta mjög áberandi á ballmarkaðnum. Ekki liggur þó fyrir…

Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Föss (1993)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Föss og mun hafa innihaldið m.a. þá Georg Hólm bassaleikara og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikara sem síðar urðu meðlimir Sigur rósar sem var stofnuð 1994, hér er því giskað á að Föss hafi verið starfandi um 1993. Óskað er eftir nánari upplýsingum um starfstíma Föss, auk upplýsinga um aðra meðlimi…

Ískórinn (1988-)

Ískórinn svokallaði er kór sem starfræktur hefur verið um árabil í samfélagi Íslendinga í Osló í Noregi. Kórinn var stofnaður 1988 og gekk framan af undir nafninu Kór Íslendingafélagsins í Osló og síðar Kór Íslendinga í Osló en hin síðari ár hefur hann gengið undir Ískórs-nafninu. Svo virðist sem Ískórinn hafi ekki starfað alveg samfleytt…

Fullt hús gesta (1987)

Hljómsveitin Fullt hús gesta starfaði vorið 1987 og kom þá fram í sjónvarpsþættinum Rokkarnir geta ekki þagnað. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Óli Jón Jónsson gítarleikari, Halldór Bachmann söngvari og hljómborðsleikari og Svanur Kristbergsson bassaleikari en enginn fastur trommuleikari lék með henni. Halldór Lárusson var hins vegar fenginn inn sem session-trommari fyrir sjónvarpsþáttinn. Ekki liggur fyrir…

Afmælisbörn 21. apríl 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fimmtugur í dag og á því stórafmæli. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2021

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og eins árs gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar…

Afmælisbörn 19. apríl 2021

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og þriggja ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og þriggja ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Andlát – Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) er látinn, á nítugasta og öðru aldursári. Guðmundur var einn allra þekktasti trommuleikari landsins og náði ferill hann yfir ýmsa og ólíka strauma og stefnur tónlistarinnar allt frá miðri síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar. Þannig kom hann við sögu á mörgum klassískum tónlistarperlum frá sjötta…

Afmælisbörn 17. apríl 2021

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur á stórafmæli en hann er sextugur ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja…

Afmælisbörn 16. apríl 2021

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2021

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og fimm ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Fuss (um 1984)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gæti hafa verið starfandi í kringum 1984, og bar nafnið Fuss. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan.

Funny bone (1993)

Hljómsveitin Funny bone var ein fjölmargra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sem haldin var sumarið 1993. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög af skornum skammti og því er óskað eftir þeim, hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan o.s.frv.

The Fun kids (1996)

Unglingahljómsveit undir nafninu The Fun kids starfaði vorið 1996 og lék þá á tónleikum í Hafnarfirði sem báru yfirskriftina Kaktus ´96. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan en líklegt hlýtur að teljast að hún hafi verið hafnfirsk.

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf. Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.

Future sound of Keflavík (1999)

Hljómsveit sem bar heitið Future sound of Keflavík starfaði í Keflavík haustið 1999 og var þá skráð til leiks í hljómsveitakeppnina Rokkstokk 1999, sem haldin var þar í bæ. Sveitin var ekki meðal þeirra sem áttu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfar keppninnar en ekki liggur fyrir hvort ástæðan var…

Fussumsvei (1998 / 2022)

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunir. Hátt í aldarfjórðungur leið þar til Fussumsvei lét…

Færibandið [3] (1998-2000)

Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…