Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg.

Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir aðrir komu að stjórnun hans utan þess að Stefán Þorleifsson var við stjórnvölinn 2001, það ár tók kórinn þátt í Kóramóti íslenskra kóra erlendis sem haldið var í Lundi í Svíþjóð. Plata var gefin út með söng kóranna og þar er að finna þrjú lög með Íslendingakórnum í Álaborg.