Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg. Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Unglingakór Selfosskirkju (1993-2015)

Unglingakór Selfosskirkju var stofnaður upp úr öðrum kór, Barnakór Selfosskirkju þegar meðlimir kórsins komust á unglingsaldur. Svo virðist sem kórarnir tveir hafi um tíma verið starfandi sem ein eining enda kom hann stundum fram undir nafninu Barna- og unglingakór Selfosskirkju. Eftir 1995 virðist unglingakórinn þó hafa slitið sig alveg frá yngri kórnum en meðlimir gengu…

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…