Kátir piltar [3] (1944-50)

engin mynd tiltækHljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð.

Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett.

Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og harmonikkuleikari, ekki er víst að sá síðast taldi hafi verið fastur meðlimur sveitarinnar og einnig gætu aðrir og fleiri hafa komið við sögu hennar. Engar sögur fara um söngvara sveitarinnar ef hann var þá einhver.

Hljómsveit undir þessu nafni kemur einnig lítillega við sögu 1954, það gætu verið sömu Kátu piltar.