Kátir piltar [1] (1902-10)

Karlakórinn Kátir piltar starfaði um nokkurra ára skeið upp úr aldamótunum 1900 undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar. Nokkuð öruggt má telja að kórinn hafi verið stofnaður 1902 þótt einhverjar heimildir segja hann jafnvel hafa verið stofnaðan fyrir aldamótin (1899), Bynjólfur mun hafa stofnað kórinn en einnig gæti Árni Thorsteinsson tónskáld eitthvað hafa komið að stofnun hans.…

Kátir piltar [2] (1944)

Kátir piltar sem störfuðu 1944 var líklega ekki eiginlegur karlakór heldur söngflokkur námsmanna sem fór frá Íslandi 1944 og söng á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba, á hátíð hugsanlega tengdri nýfengnu lýðveldi Íslendinga. Kórinn söng þar undir stjórn Gunnars Erlendssonar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Káta pilta.

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…

Kátir piltar [4] (1983-94)

Kátir piltar úr Hafnarfirði (hinir síðari) komu fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar og vakti verulega athygli, sérstaklega fyrir lagið Feitar konur en sveitin var í raun fjöllistahópur einstaklinga sem síðar hefur orðið þekktur í íslensku lista- og menningarlífi. Kátir piltar eiga uppruna sinn að rekja til Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar voru…

Karlakór Ólafsfjarðar (1934-76)

Karlakór starfaði lengi vel á Ólafsfirði, og var eins og víðast annars staðar stór hluti af menningarlífi bæjarins. Það voru Albert Þorvaldsson, Theódór Árnason og fleiri sem fóru fyrir því að karlakór var stofnaður á Ólafsfirði í desember 1934 en Theódór var þá tiltölulega nýkominn til starfa sem læknir í bænum. Hann varð fyrsti stjórnandi…