Kátir piltar [1] (1902-10)

Kátir piltar[1]

Kátir piltar

Karlakórinn Kátir piltar starfaði um nokkurra ára skeið upp úr aldamótunum 1900 undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar.

Nokkuð öruggt má telja að kórinn hafi verið stofnaður 1902 þótt einhverjar heimildir segja hann jafnvel hafa verið stofnaðan fyrir aldamótin (1899) en söngfélag sem kallað hefur verið Söngfélag „Kristilegs unglingafélags“ var að öllum líkindum sami kór, Brynjólfur mun hafa stofnað kórinn en einnig gæti Árni Thorsteinsson tónskáld eitthvað hafa komið að stofnun hans.

Kátir piltar sungu einkum á höfuðborgarsvæðinu enda voru samgöngur þá með þeim hætti að ekki var lagt í langar skemmtiferðir út á landsbyggðina, kórinn söng þó á Þingvöllum við konungsheimsókn Friðriks VIII árið 1907.

Kátir piltar störfuðu að minnsta kosti til ársins 1910, þó gæti kórinn allt eins hafa verið virkur til 1912 en í byrjun árs 1913 fluttist Brynjólfur kórstjóri vestur um haf.